Lofsöngur við inngöngu til Drottins bústaðar.

1Uppgöngusálmur. Drottinn! mundu til Davíðs mótgangs,2sem sór Drottni, sem gjörði heit þeim volduga Jakobs:3„Eg vil ei ganga í tjaldbúð míns heimilis, eg vil ekki stíga í mína sæng.4Mín augu vil eg ekki láta sofa, ekki heldur mína augnahvarma dotta,5fyrr en eg finn stað handa Drottni, bústað þeim volduga Jakobs“.6Sjá! vér heyrðum, að hann, (bústaðurinn) væri í Efrata, (Síló, Jósb. 18,1). Vér fundum hann á Jaars (skógarins) völlum, (Kirjat Jearim, 1 Sam. 6,21).7Látum oss nú innganga í hans bústað, og tilbiðja fyrir hans fótskör.8Drottinn! stíg þú upp til þíns hvíldarstaðar, þú og örk þinnar dýrðar.9Þínir prestar íklæðist réttlætinu, og þínir heilögu fagni.10Sakir Davíðs þíns þénara, útskúfa ei þínum smurða!11Drottinn sór Davíð sannan eið, frá honum mun hann ekki ganga, og sagði: „ávöxt þíns lífs mun eg setja í þitt hásæti;12ef þín börn halda minn sáttmála og mína vitnisburði, sem eg mun kenna þeim, þá skulu og þeirra börn sífellt og ætíð sitja í þínu hásæti“.13Já, Drottinn hefir útvalið Síon, hann valdi sér Síon til bústaðar og sagði:14þetta er sífellt og ætíð minn hvíldarstaður, hér vil eg búa, því eg kaus mér hér að vera.15Hennar (nl: Síons) bjargræði mun eg ætíð blessa; hennar fátæklinga mun eg metta með brauði,16og hennar presta mun eg klæða með hjálpræði, og hennar heilögu skulu vissulega fagna.17Þar mun eg láta Davíðs makt vaxa, tilreiða skriðljós mínum smurða.18Hennar óvini vil eg forsmáninni klæða; en á hennar höfði skal kórónan skína.