Um fórnir, 1–15; konungsjarðir, 16–18; matgjörðarhúsið, 19–24.

1Svo segir Drottinn alvaldur: eystra portið að innra forgarðinum skal vera læst þá sex daga, sem virkir eru, en á hvíldardögum og tunglkomuhátíðum skal það vera opið.2Landshöfðinginn skal ganga inn um stólpaganginn hjá ytra portinu, og nema staðar við dyrastafi portsins; kennimennirnir skulu fórnfæra hans brennifórn og þakkarfórn, en hann skal falla fram til bænar á þreskildi portsins, og ganga síðan út aftur. Portinu skal ekki loka til kvölds.3Fólkið í landinu skal falla fram fyrir augliti Drottins við þessar sömu portdyr, á hvíldardögum og tunglkomuhátíðum.4Sú brennifórn, sem landshöfðinginn skal færa Drottni á hvíldardegi, er sex sauðir gallalausir, og einn hrútur gallalaus;5hrútnum skal fylgja eitt effa í matarfórn, en sauðunum skal í matarfórn fylgja slíkt sem hann sjálfur vill láta af hendi rakna, hín viðsmjörs skal fylgja hvörju effa.6Á tunglkomudögum skal hann fórnfæra ungum uxa gallalausum, sex sauðum og einum hrút, þeir skulu og vera gallalausir;7uxanum skal hann láta fylgja eitt effa, og hrútnum eitt effa, í matarfórn, en sauðunum slíkt sem hann má af hendi láta, og hín viðsmjörs með hvörju effa.8Þegar landshöfðinginn vill innganga, skal hann ganga í gegnum stólpagang portsins, og fara sama veg út aftur.9En þegar landsfólkið gengur fram fyrir Drottin á löghátíðum, þá skal sá, sem inn hefir gengið um norðurportið, til að biðjast fyrir, aftur út ganga um suðurportið, og sá sem inn gengur um suðurportið, aftur fara út um norðurportið; enginn skal aftur út fara um það sama port, sem hann hefir inn gengið, heldur skal hvör út ganga beinleiðis.10Þegar landsfólkið gengur inn, skal landshöfðingi ganga með því, og aftur út ganga, þegar það gengur út.11Á helgum og löghátíðum skal hann fórna í matarfórn einu effa með hvörjum uxa, og einu effa með hvörjum hrút, en sauðunum skal fylgja slíkt sem hann lætur af hendi rakna, og hín viðsmjörs með hvörju effa.12Þegar landshöfðingi að sjálfs síns vilja færir Drottni brennifórn eða þakkarfórn, þá skal upp lúka fyrir honum því porti, sem til austurs veit, og skal hann fórna sinni brennifórn og þakkarfórn, eins og hann er vanur á hvíldardögum, og þegar hann fer út, skal læsa portinu eftir honum.13Daglega skaltu fórnfæra ársgömlu lambi gallalausu til brennifórnar fyrir Drottni; því skaltu fórnfæra á hvörjum morgni.14Þessu skaltu hvörn morgun fylgja láta sjöttung eins effa mjöls, í matarfórn, og þriðjung hínar af viðsmjöri til að væta með mjölið; þetta er matarfórn Drottins, og skal sá siður stöðugt haldast um aldur og ævi.15Hvörn morgun skal fórnfæra lambinu, matarfórninni og viðsmjörinu, og skal sú brennifórn ævinlega haldast.
16Svo segir Drottinn alvaldur: ef landshöfðingi gefur einhvörjum sona sinna nokkuð af sínum arfahluta að gjöf, þá skulu synir hans halda þeirri gjöf sem eign með erfðarétti.17En gefi hann einhvörjum þjónustumanna sinna nokkuð af arfahluta sínum að gjöf, þá skal sá halda því til fagnaðarársins, en þá skal það aftur hverfa til landshöfðingjans, því enginn má eignast arfahluta hans, nema synir hans, þeim skal hann tilheyra.18Ekkert má landshöfðingi taka af arfleifð fólksins, til að þröngva nokkurum manni frá eign sinni; sjálfs síns eign má hann láta í erfð ganga til sona sinna, en öngvan af mínu fólki má burtflæma af eignarjörðu sinni.
19Því næst leiddi hann mig gegnum ganginn við hliðina á portinu, til herbergja helgidómsins, sem vissu til norðurs og kennimönnunum tilheyrðu; og sjá! þar var rúm nokkurt á baka til mót vestri.20Og hann sagði til mín: þetta er sá staður, hvar kennimennirnir skulu sjóða sektafórnina og syndafórnina, og baka matarfórnina, svo þeir ekki þurfi að bera það út um ytra forgarðinn, því þar við mundi fólkið helgast a).21Nú leiddi hann mig út í ytra forgarðinn, og lét mig ganga í þær fjórar hyrningar, sem á forgarðinum voru; og sjá! í hvörri af þeim fjórum hyrningum var karmur nokkur.22Í þessum körmum, sem voru í þeim fjórum hyrningum forgarðsins, voru skorsteinar; hvör karmur var 40 álna langur og 30 álna breiður, og allir hornkarmarnir voru jafnir að máli;23í kring um hvörn af þeim fjórum gekk hringmúr umhverfis, og eldstór gjörðar neðan til við múrana umhverfis.24Þá sagði hann til mín: þetta er það matgjörðarhús, í hvörju þjónustumenn musterisins sjóða fórnir fólksins.

V. 20. a. Sjá 44,19.