Um mannsins sköpun og ákvörðun. Guðs réttlæti og gæsku.

1Drottinn skóp manninn af jörðu,2og lét hann aftur til hennar hverfa.3Dagatölu og tiltekinn tíma gaf hann þeim (mönnunum), og hann gaf þeim vald yfir öllu sem er á jörðunni. Hann útbjó þá með krafti, og eftir sinni mynd skóp hann þá.4Hann lét allt hold hafa beyg af þeim, og lét þá drottna yfir dýrum og fuglum.5Hann gaf þeim ráðdeild, mál og augu, eyru og hjarta til að yfirvega. Með skilningsfullri þekkingu fyllti hann þá.6Og gott og illt sýndi hann þeim.7Hann setti sitt auga í þeirra hjörtu,8til þess að láta þá sjá mikileik sinna verka, svo að þeir skyldu kunngjöra hans dásemdarverk og lofa hans heilaga nafn.9Hann jók þeirra þekkingu, og gaf þeim til eignar lífsins lögmál.10Hann gjörði við þá eilífan sáttmála, og opinberaði þeim sín réttindi.11Mikileik hans dýrðar sáu þeirra augu og hans dýrðlegu raust heyrðu þeirra eyru.12Og hann sagði við þá: gætið yðar við öllum rangindum! Og gaf þeim einum og sérhvörjum boðorð viðvíkjandi hans náunga.13Þeirra vegir eru honum ávallt opinberir; þeir geta ei verið huldir fyrir hans augum.14Hvörri þjóð hefir hann sett forstöðumenn;15en Ísrael er Drottins hlutdeild.16Öll þeirra verk eru, eins og sólin, honum opinber, og hans augu horfa án afláts á þeirra vegu.17Ódulin eru honum þeirra rangindi, og allar þeirra syndir eru opinberar fyrir Drottni.
18Góðgjörðir mannsins eru hjá honum (geymdar) sem signetshringur, og góðsemi mannsins varðveitir hann sem sinn augastein.19Hér eftir mun hann taka sig upp og umbuna; hann mun gefa umbunina á þeirra höfuð.20En þeir sem sig bæta, gefur hann afturhvarf, og uppörvar þá sem missa þolgæðis.21Snú þér til Drottins, og seg skilið við syndina;22bið þú hann, og minnka hneykslið.23Snú þér til ens æðsta, snú þér frá ranglæti.24Og hata með einlægni viðbjóðinn.
25Hvör getur vegsamað þann æðsta í undirheimum,26í stað þeirra sem lifa, þeirra lifandi sem syngja honum lof? Lofgjörðin hefir enda hjá þeim dauðu, sem ekki eru til.27Hvör sem lifir og er heill, sá getur lofað Drottin.
28Hvörsu mikil er Drottins miskunnsemi og sáttgirni við þá sem snúa sér til hans!29Allt getur ekki í mönnunum verið, þar eð mannsins barn er ekki ódauðlegt.30Hvað er bjartara en sólin? þó formyrkvast hún, og sá vondi hefir hugann á holdi og blóði.31Hún a) sér út yfir her þess háa himins, en menn eru mold og aska.

V. 31. a. Nl. sólin.