Midianítar eru sigraðir og herfangi þeirra skipt.

1Og Drottinn talaði við Móses og sagði:2hefn þú Ísraelsbarna á Midianítum, og eftir það skaltú safnast til feðra þinna!3Móses talaði þá við lýðinn og sagði: allir karlmenn meðal yðar búi sig út til herferðar, skulu þeir fara á móti Midianítum, til að hefna Drottins á þeim.4Skuluð þér senda 1.000 af hvörri kynkvísl fyrir sig til herferðarinnar.5Var þá tekið frá úr mergð Ísraelsbarna 1.000 af hvörri kynkvísl, til herferðarinnar, alls 12 þúsundir hertygjaðra manna.6Og Móses sendi 1.000 af sérhvörri kynkvísl til herferðarinnar og Pinehas son prestsins Eleasars; hafði hann í hendi sér þau helgu áhöld og þá hvellu stríðslúðra.7Og þeir fóru á móti Midianítum, eins og Drottinn hafði boðið Móses, og slógu í hel allt karlkyns;8líka lögðu þeir að velli kónga Midianíta meðal þeirra vegnu, Evi, Rekem, Sur, Hur og Reba, þessa 5 kónga Midianíta og Bíleam son Beors drápu þeir með sverði.9Og Ísraelsbörn hertóku konur Midianíta og börn þeirra, og ræntu öllum vinnudýrum þeirra, öllum búsmala og öllu þeirra góssi;10en allar borgir þeirra sem þeir bjuggu í og öll vígi þeirra uppbrenndu þeir;11síðan rændu þeir þá föllnu öllum hertygjum og tóku allt sem þeir gátu náð af mönnum og fénaði,12og færðu Móses, prestinum Eleasar og söfnuði Ísraelsbarna, fangana, ránsféð og herfangið, til herbúðanna í eyðimörku Móabíta, sem liggur hjá Jórdan gegnt Jeríkó.13En Móses, presturinn Eleasar og allir höfðingjar safnaðarins gengu í móti þeim út fyrir herbúðirnar;14reiddist þá Móses hershöfðingjunum, bæði þeim sem settir vóru yfir hundrað og yfir þúsund, sem komu frá herferðinni;15og sagði við þá: gáfuð þér öllum konunum líf?16Sjá! það vóru einmitt þær sem að ráði Bíleams komu Ísraelsbörnum til að falla frá Drottni vegna Peors, hvörs vegna plágan kom yfir söfnuð Drottins;17drepið þar fyrir nú allt karlkyns meðal barnanna og allar þær konur sem samræði hafa átt við karlmenn!18en öll stúlkubörn sem ekki hafa samræði átt við karlmenn, megið þér láta lifa handa yður.19En sjálfir eigið þér að liggja utan herbúðanna í 7 daga; hvör sem hefur mann vegið og hvör sem hefir snert veginn mann skal hreinsa sig af synd á 3ja og 7da degi, bæði þér og fangar yðar!20allan klæðnað, öll áhöld úr skinni, allt sem tilbúið er úr geitahári og öll tréílát, skuluð þér hreinsa.21Þá sagði presturinn Eleasar við stríðsmennina sem komu úr herferðinni: þetta er lögboðið sem Drottinn hefir gefið Móses:22gull, silfur, eir, járn, tin og blý,23allt sem eld þolir skuluð þér láta ganga í gegnum eld, svo er það hreint, einasta að það líka sé hreinsað með hreinsunarvatninu. En allt sem ekki þolir eld skuluð þér láta ganga í gegnum vatn;24þér skuluð þvo klæði yðar á 7da deginum, og þá eruð þér hreinir og eftir það megið þér ganga inn í herbúðirnar.
25Og Drottinn talaði við Móses og sagði:26reikna þú og presturinn Eleasar og enir yppurstu feður safnaðarins saman hvað mikið herfangið er sem þér hafið náð, bæði af mönnum og fénaði,27og skipt herfanginu í tvo parta milli þeirra sem tóku þátt í bardaganum og gengu í stríðið, og milli alls safnaðarins;28og þú skalt taka handa Drottni toll af stríðsmönnunum sem gengu í stríðið, eina skepnu af hvörjum 500: af mönnum, nautum, ösnum og smáfénaði;29af þeirra helmingi skuluð þér taka þetta, og þú skalt fá það prestinum Eleasar sem upplyftingarfórn handa Drottni.30En af helmingi Ísraelsbarna skaltu taka einn af hvörjum 50, bæði af mönnum, nautum, ösnum og smáfénaði, öllum búsmala og fá Levítunum, sem gæta þess sem gæta þarf við tjaldbúð Drottins.31Og Móses og presturinn Eleasar gjörðu eins og Drottinn hafði boðið Móses.32Var herfangið, nefnilega það sem eftir var af ránsfé því sem stríðsmennirnir höfðu náð, 675 þúsundir af smáfénaði,3372 þúsundir af nautum,3461 þúsund af ösnum,35og af mönnum, það er að segja af konum sem ekki höfðu samræði átt við karlmenn, alls 32 þúsundir.36Þannig var þá helmingur sá sem tilféll stríðsmönnunum 337 þúsundir og 500 af smáfénaði,37og tollurinn handa Drottni af þessum smáfénaði 675.38Af nautum (fengu stríðsmennirnir) 36 þúsundir, tollurinn þar af handa Drottni 72.39Af ösnum 30 þúsundir og 500, fékk Drottinn þar af 61.40Af mönnum 16 þúsundir, hvar af Drottinn fékk 32 sálir:41Þennan toll, þessa upplyftingarfórn Drottins fékk Móses prestinum Eleasar eins og Drottinn hafði boðið honum.42Af þeim helmingi sem tilféll Ísraelsbörnum sem Móses úthlutaði þeim frá stríðsmönnunum,43kom í hlut safnaðarins, af smáfénaði 337 þúsundir og 500,44af nautum 36 þúsundir,45af ösnum 30 þúsundir og 500,46og af mönnum 16 þúsundir.47Tók Móses af helmingi Ísraelsbarna 1 af hvörjum 50, bæði af mönnum og fénaði, og fékk Levítunum sem gæta þess sem gæta þarf við tjaldbúð Drottins, eins og Drottinn hafði boðið Móses.
48Nú gengu hershöfðingjarnir fram fyrir Móses, bæði þeir sem settir vóru yfir 1.000 og yfir 100,49og sögðu við hann: þjónar þínir hafa talið stríðsmenn þá, sem vér höfðum ráð yfir og þar vantaði ekki einn;50þess vegna færum vér Drottni, sem fórnargáfu, það sem hvör af oss hefir fundið af gullgersemum, festum, armspöngum, fingurgullum, eyrnahringum, hálsfestum, til að friðþægja fyrir sálir vorar hjá Drottni.51Tók Móses og presturinn Eleasar við gullinu af þeim, sem vóru alls konar kjörgripir;52var gullið sem þeir færðu Drottni sem upplyftingarfórn alls 16 þúsund og 750 siklar, var það frá þeim sem réðu yfir 1.000 mönnum og yfir 100;53því stríðsmennirnir höfðu rænt hvör handa sér.54Tóku Móses og presturinn Eleasar móti gulli þessu af þeim sem settir vóru yfir 1.000 og yfir 100 og færðu það í samkundutjaldbúðina Ísraelsbörnum til endurminningar fyrir Drottni.

V. 3. Því þeir höfðu komið Gyðingum til að falla frá Drottni, sjá 25. kap. V. 8. Sjá Jósúab. 13,21. V. 53. Og þeir fórnfærðu engu.