Von og bæn þess aðþrengda.

1Til hljóðfærameistarans á Almuth labben *) (hljóðfæri). Sálmur Davíðs.2Eg vil vegsama Drottin af öllu hjarta, eg vil segja frá öllum þínum dásemdarverkum,3eg vil fagna og gleðjast í þér, eg vil syngja lofgjörð þínu nafni, þú æðsti.4Þegar þú lætur mína óvini flýja, hníga og tortínast fyrir þínum svip.5Því þú dæmir mig og tekur að þér mitt málefni, þú situr á þínum dómstól, þú sem dæmir með réttvísi.6Þú ógnar þjóðunum, og leggur að velli þá óguðlegu, þú afmáir þeirra nafn æ og að eilífu.7Óvinarins eyðilegging er að eilífu enduð, hans staði hefir þú afmáð, þeirra endurminning er afmáð.8Já, Drottinn situr stöðugt að eilífu, hann reisir sitt hásæti til dóms.9Hann dæmir veröldina með réttvísi, hann segir upp dómum yfir fólkinu með sannsýni.10Drottinn er athvarf lítilmagnans, og hæli á neyðarinnar tíma.11Þeir reiða sig á þig, sem þekkja þitt nafn, því þú yfirgefur þá ekki sem leita þín, Drottinn!
12Syngið lof Drottni, sem býr á Síon, kunngjörið hans verk meðal fólksins,13því hegnarinn man til þeirra aumu og gleymir ekki hrópi hinna undirþrykktu.14Miskunna mér, Drottinn! sjáðu hvað eg verð að líða af þeim sem hata mig, lyft þú mér upp úr dauðans dyrum,15svo eg megi kunngjöra þitt lof í Síonsdóttur hliðum, að eg megi fagna við þitt frelsi.16Þjóðirnar sökkva í þá gröf sem þær gjörðu, þeirra eigin fótur flækist í því neti sem þær leynilega útþöndu.17Drottinn er kunnur sem sá, er lætur rétt ske; í verkum sinna handa er sá óguðlegi flæktur. (Hörpuspils) málhvíld.18Láttu þá óguðlegu fara til helju, allt fólk sem Guði gleymir.19Sá fátæki má ei gleymast eilíflega, von hins vesæla má ei ætíð bregðast.20Stattu upp, Drottinn! láttu manninn ekki metnast, láttu fólkið dæmast fyrir þínu augliti.21Láttu, Drottinn! ótta að þeim koma; láttu fólkið vita að þeir eru menn. Málhvíld.

V. 1. *) Eða: við dauða sonarins.