Sama efni.

1Á þrítugasta og sjötta ári Assa ríkisstjórnar, fór Baesa Ísraelskóngur, herför móti Júda og byggði Rama, til þess að enginn gæti komist inn eða út hjá Assa Júdakóngi.2Þá tók Assa silfur og gull úr fjársjóðum Drottins húss og kóngsins húss og sendi til Benhadad, kóngsins í Sýrlandi, sem bjó í Damaskus, og mælti:3sáttmáli er milli mín og þín, milli míns föðurs og þíns föðurs; sjá! eg sendi þér silfur og gull, bregð þú upp sáttmálanum við Baesa Ísraelskóng, svo hann áreiti mig ekki.4Og Benhadad fór að orðum Assa kóngs, og sendi sína herforingja móti Ísraels stöðum, og vann Igon og Dan og Abel-Maim og öll vistahúsin, í Naftalis stöðum.5Og sem Baesa heyrði það, hætti hann að byggja Rama, og gjörði enda á sínu verki.6En Assa konungur tók allan Júdalýð, að þeir bæru burt steinana og viðinn frá Rama, af hvörjum Baesa hafði byggt, og byggði þar af Geba og Mispa.
7En um sama leyti kom Hanani, sjáandinn, til Assa, Júdakóngs, og mælti til hans: fyrst að þú reiddir þig á kónginn í Sýrlandi, og treystir ekki Drottni þínum Guði, þá er her Sýrlandskonungs sloppinn þér úr hendi.8Voru ekki Mórlendingar og Libýar næsta margir að tölu, með vögnum og reiðmönnum? En af því þú treystir Drottni, gaf hann þá í þína hönd.9Því augu Drottins fara yfir alla jörðina, til að liðsinna þeim sem aðhyllast hann af öllu hjarta. Þú hefir því breytt fávíslega; því upp frá þessu muntu hafa ófrið.10Og Assa mislíkaði við sjáandann og setti hann í fangahús; því hann reiddist honum fyrir þetta. Líka þröngdi Assa nokkrum af fólkinu, um sama leyti.11Og sjá! Assa saga, sú fyrri og seinni, hún er skrifuð í bók Júda- og Ísraelskonunga.12Og Assa sýktist á 39da ári sinnar ríkisstjórnar, í fótum sínum, svo hann varð mikið veikur, og í sínum sjúkdómi leitaði hann ekki Drottins, heldur læknaranna.13Og Assa lagðist hjá sínum feðrum og dó á 41ta ári sinnar ríkisstjórnar.14Og menn jörðuðu hann í hans í gröf, sem hann hafði höggið sér í Davíðsborg, og lögðu hann í legstað sem fylltur var allsháttar ilmjurtum, samanblönduðum kunnáttulega til smurningar, og brenndu honum mikið stórt bál.