Job svarar.

1Job svaraði þá og sagði:2í sannleika—þér hugsið líklega að þér einir séuð menn, og með yður muni vísdómurinn deyja!3eg hefi þó vit eins og þér, mér skjátlar ekki meir en ykkur, og hvör veit ekki þessháttar hluti?4Hvör sá sem er athlægi vinar síns, hann ákalli Guð, og Guð mun svara honum. Sá réttláti og ráðvandi athlægi!5sá sem fall er búið, hann er í huga hins ugglausa foraktaður lampi, hentugur þeim sem rasar fæti.6Eyðileggjaranna tjaldbúðir eru óhultar, og þeirra sem æða gegn Guði, mikið tryggvar, og svo þess manns sem leyfir sér allt, hefir Guð sér í hendi.7Já, spyr þú dýrin að því, þau skulu kenna þér það, og himinsins fugla, þeir skulu kunngjöra þér það.8Eða fréttu jörðina, hún skal kenna þér það, og fiskarnir í hafinu skulu segja þér það.9Hvör vissi það ekki meðal allra þessara, að Drottins hönd hefir gjört þá?10í hvörs hendi að er sál alls sem lifir, og sá andi sem lífgar hvörs manns hold.11Prófar eyrað ekki talið, eins og gómurinn smakkar matinn?12Hjá þeim gömlu er vísdómur;13og lífdaganna lengd gefur skilning, hjá Guði er vísdómur og veldi, honum tilheyrir ráð og skilningur.14Sjá! niðurbrjóti hann, þá verður þar ekki uppbyggt. Læsi hann einhvörn mann inni, þá verður ei fyrir þeim sama upplokið.15Sjá! hann stansar vatnið, og það uppþornar; hann hleypir því, og það ummyndar jörðina.16Hjá honum er styrkur og skynsemi. Undir hans valdi eru báðir, sá sem villist og sá sem leiðir afvega.17Hann fer með ráðgjafana um kring sem fanga, og dómarana gjörir hann vitlausa a).18Hann leysir kónganna bönd, og spennir belti um þeirra lendar.19Hann fer með prestana um kring sem fanga; og þeim sterku kollsteypir hann.20Hann tekur málið frá þeim málsnjöllu og sviptir öldungana þeirra skynsemi.21Hann úthellir smán yfir höfðingjana, og leysir belti kappanna.22Hann opinberar leyndardóma myrkursins, og framleiðir dauðans skugga fyrir ljósið.23Hann fjölgar fólki, og fyrirfer því aftur, hann útbreiðir fólkið, og færir það saman aftur.24Hann burttekur hjartað (vitið) frá þjóðanna höfðingjum í landinu, og lætur þá villast í eyðimörku, hvar enginn vegur er.25Svo þeir fálma í myrkrinu án ljóss, og hann gjörir það, að þeir ráfa, eins og sá drukkni.

V. 17. a. Gefur þeim frelsi og kraft. V. 21. Leysir belti, Þ. e. gjörir þá lingerða.