Gyðinga ættkvíslir innsiglaðar. Lofsöngur þjóðanna.

1Eftir þetta sá eg fjóra engla, sem stóðu á fjórum hornum jarðarinnar, þeir héldu þeim fjórum vindum jarðarinnar, svo vindur næði ekki að blása yfir jörðina, eða hafið eða nokkurt tré.2Annan engil sá eg stíga upp frá sólaruppkomustað, sá hélt á innsigli lifanda Guðs, og kallaði hárri röddu til þeirra fjögra engla, sem vald höfðu fengið til að granda jörðunni og sjónum.3Hann sagði: grandið hvörki jörðunni, né sjónum, né trjánum, þar til vér höfum innsiglað þjóna Guðs á ennum þeirra.4Þá heyrða eg tölu þeirra innsigluðu; af öllum ættkvíslum Ísraelsmanna voru innsiglaðar hundrað fjörutíu og fjórar þúsundir;5af Júdasar ættkvísl voru tólf þúsundir innsiglaðar; af Rúbens ættkvísl voru tólf þúsundir innsiglaðar; af Gaðs ættkvísl voru tólf þúsundir innsiglaðar;6af Assers ættkvísl voru tólf þúsundir innsiglaðar; af Neftalims ættkvísl voru tólf þúsundir innsiglaðar; af Manassis ættkvísl voru tólf þúsundir innsiglaðar;7af Símeons ættkvísl voru tólf þúsundir innsiglaðar; af Leví ættkvísl voru tólf þúsundir innsiglaðar; af Ísaskars ættkvísl voru tólf þúsundir innsiglaðar;8af Sebúlons ættkvísl voru tólf þúsundir innsiglaðar; af Jóseps ættkvísl voru tólf þúsundir innsiglaðar; af Benjamíns ættkvísl voru tólf þúsundir innsiglaðar.
9Eftir þetta leit eg til og sá mikinn fjölda manna, svo að eigi varð tölu á komið, af i) alls kyns fólki, kynkvíslum, þjóðum og tungumálum; þeir stóðu frammi fyrir hásætinu og frammi fyrir lambinu, skrýddir k) hvítum skikkjum, með pálmaviðar greinir í höndum sér.10Þeir l) kölluðu upp hárri röddu segjandi: m) hjálpræðið tilheyrir vorum Guði, sem í hásætinu situr, og lambinu.11Og allir englarnir, sem stóðu umhverfis hásætið, og öldungana og þau fjögur dýrin féllu þá fram á ásjónur sínar fyrir hásætinu, og tilbáðu Guð, svo mælandi:12Amen! lof og dýrð, viska og þakkargjörð, heiður og vald og kraftur sé Guði vorum um aldir alda, Amen!13Einn af öldungunum talaði til mín og sagði: þessir, sem skrýddir eru hvítum skikkjum, hvörjir eru þeir, og hvaðan eru þeir komnir?14Eg svaraði honum: Herra minn! þú veist það. Þá sagði hann við mig: þetta eru þeir, sem komnir eru úr hörmunginni miklu, og hafa þvegið sínar skikkjur, og hvítfágað þær í blóði lambsins.15Þess vegna eru þeir frammi fyrir hásæti Guðs, og þjóna honum dag og nótt í hans musteri; og sá, sem í hásætinu situr, mun tjalda yfir þeim.16Þá mun hvörki a) hungra né þyrsta framar, og ekki mun b) sólarhiti eða nokkur bruni á þá falla.17Því c) lambið, sem er fyrir miðju hásætinu, d) mun gæta þeirra og vísa þeim á lifandi vatnslindir, og e) Guð mun þerra hvört tár af þeirra augum.

V. 2. Kap. 14,1. V. 3. Kap. 19,4. V. 9. i. Kap. 5,9. k. Kap. 3,5.18. 6,11. 19,8. V. 10. l. Kap. 6,10. m. Sálm. 3,9. Esa. 43,11. V. 12. Kap. 5,12. V. 14. Hebr. 9,14. Opinb. b. 1,5. V. 15. Esa. 4,5.6. V. 16. a. Esa. 49,10. b. Sálm. 121,6. V. 17. c. Kap. 5,6. d. Jóh. 10,10.11. e. Esa. 25,8. Opinb. b. 21,4.