Ættartal Rúbens, Gaðs og Manassis. Saga um þeirra stríð.

1Og Rúbens synir Ísraels frumgetna (því hann var frumborinn, en sökum þess hann hafði flekkað sæng föður síns, var hans frumgetning gefin sonum Jóseps, sonar Ísraels, þó án þess, að þeir væru í ættartölunum taldir svo sem frumgetnir.2Að sönnu var Júda voldugur meðal sinna bræðra, og höfðingi varð einn af hans ætt, en frumgetningin tilheyrði Jósep).3Synir Rúbens þess frumgetna Ísraels eru: Hanok og Pallu og Hesron og Karmi.4Synir Jóels: hans son Semaja, hans son Gog, hans son Símei,5hans son Mika, hans son Reaja, hans son Baal,6hans son Bera, sem Tiglat-Pileser, Assýríukóngur flutti burt hertekinn; hann var Rúbeníta höfðingi.7Og hans bræður eftir þeirra ættum, í uppskrift þeirra ættartölu, (voru): höfðinginn Jeíel og Sakaría,8og Bela, sonur Afas, sonar Sema, sonar Jóels; hann hinn sami bjó í Aróer, allt til Nebo og Baal-Meon,9og austur eftir bjó hann að eyðimörkinni ávið allt að Efrat; því hjarðir þeirra voru miklar í landinu Gileað.10Og á dögum Sáls áttu þeir stríð við Hagaríta, og þeir féllu fyrir þeirra hönd, og þeir bjuggu í sínum tjöldum með allri austurhliðinni á Gileað.
11Og Gaðssynir bjuggu gagnvart þeim í landinu Basan, allt til Salka:12Jóel, höfðinginn, og Safan, sá annar, og Jaenaí og Safat í Basan.13Og þeirra bræður eftir þeirra ættliðum eru: Mikael og Mesulam og Seba og Jórai og Jaekan og Sía og Eber, sjö.14Þessir eru synir Abíhails, sonar Huri, sonar Jaroas, sonar Jadós, sonar Bús.15Ahí, sonur Abdiels, sonar Gúní var þeirra ættfaðir.16Og þeir bjuggu í Gíleað og Basan og í þeirra dætrum og í öllum Sarons beitilöndum svo langt sem þau ná.17Þeir voru allir eftir sínum ættum uppskrifaðir á dögum Jótams Júdakóngs og á dögum Jeróbóams Ísraelskóngs.
18Rúbenssynir og Gatítar og hálf Manassis ættkvísl, þeir sem voru röskir menn, báru skjöld og sverð og spenntu boga, og kunnu til stríðs, reiknuðust 44 þúsund 700 hundruð og 60, þeir sem herfærir voru,19þeir áttu stríð við Hagaríata og við Jetúr og Nafis og Nodab.20Og þeim var hjálpað á móti þeim og Hagarítar voru gefnir í þeirra hönd, og allir sem með þeim voru, því þeir kölluðu til Guðs í bardaganum og hann heyrði þá, því þeir treystu honum.21Og þeir fluttu burt þeirra fé, 50 þúsund úlfalda, 250 þúsund sauði og 2 þúsund asna og hundrað þúsund manna sálir,22því margir féllu, af því stríðið var af Guði. Og þeir bjuggu (þar) í þeirra stað allt til herleiðingarinnar.23Og synir hálfrar Manasses ættar bjuggu í landinu frá Basan allt til Baal-Hermon og Senir og fjallsins Hermon; þeir voru margir að tölu.24Og þessir voru þeirra ættfeður: Efer og Jisei og Eliel og Asriel og Jeremia og Hódavia og Jadiel, stríðskappar, nafnfrægir menn, höfðingjar sinna ætta.25En þeir féllu frá Guði sinna feðra, og tóku framhjá með guðum landsins þjóða, sem Guð hafði afmáð frá þeim.26Þá vakti Guð anda Fúls Assýríukóngs, og anda Tiglat-Pilnesers, Assýríukóngs, og flutti burt Rúbenítana og Gaðítana og hálfa Manassis ættkvísl, og færði þá til Hala og Habor og Hara og til árinnar (í) Gosan allt til þessa dags.