Sama efni.

1Hún lét þeirra verk heppnast fyrir hönd þess heilaga spámanns.2Þeir fóru um óbyggða auðn og settu sín tjöld á veglausum stöðum.3Þeir stóðu á móti óvinum og hefndust á fjandmönnum.4Þá þyrsti, og þeir ákölluðu þig, (Drottin), og þeim gafst vatn úr hrufóttum kletti, og svölun úr hörðum steini.5Því það, með hvörju þeirra óvinir voru straffaðir, varð þeim að velgjörð, í þeirra skorti.6Í staðinn fyrir uppsprettu, þess æ fljótandi, af morðblóði gruggaða vatnsfalls—7til straffs fyrir skipun barnamorðsins—gafstu þeim óvænt ríkuglega vatn,8í því þú sýndir með þorstanum þá, hvörnig þú straffaðir mótstöðumennina.
9Því þá þeir urðu reyndir, en þótt aðeins náðarsamlega agaðir, sáu þeir, hvörsu þeir guðlausu í reiði hegndir verða kvaldir.10Því þessa hefir þú, sem faðir, áminnt og prófað, en hina fordæmt og pínt, sem harður konungur.11Og bæði þeir fjærverandi og nærverandi urðu upp á líkan hátt plágaðir.12Því tvöföld þjáning kom yfir þá og andvörp við endurminning þess umliðna.13Því þegar þeir heyrðu að hinum varð það velgjörningur sem þeim var hegning, urðu þeir varir við Drottin.14Því þann sem þeir áður með forsmán höfðu afsagt, sem útborinn, hann heiðruðu þeir á endanum í útgöngunni, í því þeir fengu að kenna á öðrum þorsta, en þeir réttlátu.
15Fyrir þá heimskulegu þanka þeirra guðleysis, af hvörjum blekktir, þeir heiðruðu skynlaus skriðkvikindi og fyrirlitleg dýr, sendir þú móti þeim skynlaus dýr til straffs,16að þeir skyldu kannast við, að með hinu sama verður maðurinn straffaður, sem hann syndgar með.17Að vísu var ekki ómögulegt þinni almáttugu hönd, sem skóp heiminn úr því ómyndaða efni, að senda her af bjarndýrum eða grimmum ljónum,18eða nýsköpuð ólm og óþekk villudýr, sem annaðhvört önduðu eldgjósandi gufu, eða útspýðu þefslæmum reyk, eða sendu úr augum sér óttalega neista,19hvörra skaðsemi hefði ei einasta getað afmáð þá, heldur þeirra eintómt útlit, sem vakti skelfingu, gjört þá að engu.20En líka án þessa hefðu þeir getað fallið fyrir einum einasta andardrætti, ofsóttir af hefndinni og tvístraðir af andartaki þíns máttar; en þú hefir öllu niðurskipað eftir mælir, tölu og vigt.21Því þín mikla makt er ætíð til reiðu hjá þér, og hvör getur staðið á móti krafti þíns arms?22Því eins og duftið í metaskálinni er allur heimurinn fyrir þér, og sem einn morgundaggardropi, sem fellur á jörðina.23En þú miskunnar öllum; því þú megnar allt, og lítur fram yfir syndir mannanna svo þeir bæti sig.24Því þú elskar allt, sem til er, og hefir ei ímugust á neinu sem þú gjörðir; því ef þú hataðir, svo hefðir þú ekkert skapað.25En hvörnig hefði nokkuð staðist, hefðir þú ekki viljað? eða hvörnig mundi hafa viðhaldist það sem þú hafðir ei kallað (til lífs).26Þú hlífir öllu, því það er þitt, Drottinn lífsins vinur!