Bannað hjónaband og samræði við náskylda og ýmislegur annar saurlifnaður.

1Ennframar talaði Drottinn þannig við Móses:2Tala þú við Ísraelsbörn og segðu til þeirra: eg er Drottinn yðar Guð.3Þér skuluð ekki breyta eftir háttum Egyptalands, hvar þér áður bjugguð, né háttum Kanaanslands í hvört eg mun innleiða yður og ekki skuluð þér fylgja þeirra siðvenjum,4heldur skuluð þér breyta eftir mínum boðorðum, og varðveita mína setninga, svo þér gjörið eftir þeim. Eg em Drottinn yðar Guð.5Þér skuluð varðveita mína setninga og boðorð; hvör sá maður sem það gjörir, mun þar fyrir lifa. Eg er Drottinn.
6Enginn nálægi sig nokkurri náskyldri konu til að bera hennar blygðan. Eg er Drottinn.7Hvörki berir þú blygðan föður þíns, það er móður þinnar; vegna þess að hún er þín móðir, skaltu ekki bera hennar blygðan;8þú skalt ei bera blygðan stjúpmóður þinnar, því að það er blygðan föður þíns.9Ekki heldur skaltu bera blygðan systur þinnar, hvört heldur það er dóttir föður þíns eða móður þinnar, hvört heldur hún er fædd heima eða utan húss.10Ekki skaltu bera blygðan þinnar sonardóttur eða dótturdóttur, því það er þín eigin blygðan.11Blygðan dóttur stjúpmóður þinnar, sem hún hefir fætt föður þínum, máttu ekki bera, því að hún er systir þín.12Ekki heldur máttu bera blygðan þinnar föðursystur, vegna náskyldugleika hennar við föður þinn;13né bera blygðan þinnar móðursystur, vegna hennar náskyldugleika við móður þína.14Ekki heldur skaltu bera blygðan föðurbróður þíns, nálægja þig konu hans, því að hún er föðursystir þín.15Ekki skaltu bera blygðan tengdadóttur þinnar, vegna þess að hún er kona sonar þíns skaltu eigi bera hennar blygðan.16Ekki skaltu bera blygðan tengdasystur þinnar, því að það er blygðan bróður þíns.17Ei máttu bera blygðan nokkurar konu og dóttur hennar (líka), né taka hennar sonardóttur eða dótturdóttur til að bera blygðan þeirra, því að þær eru henni nátengdar; það er skammarverk!18Ekki skaltu heldur á meðan konan lifir, ásamt konunni líka taka systur hennar til að bera hennar blygðan, konunni til eljurígs.
19Þú skalt ekki nálægja þig konu til að bera blygðan hennar á meðan hún er óhrein af sínum tíðum.20Ekki heldur skaltu hafa holdlegt samræði við konu náunga þíns, svo þú ei saurgist af henni.
21Ekki skaltu gefa Mólok til fórnar nokkurn af niðjum þínum, svo að þú ekki vanhelgir nafn þíns Guðs. Eg er Drottinn.22Þú skalt ekki liggja hjá karlmanni, sem kona væri; það er viðurstyggð!23Þú skalt ekki samlaga þig nokkrum fénaði, svo að þú saurgist eigi af honum, og ekki heldur kona liggja hjá fénaði; það er svívirðileg saurgan!
24Saurgið yður ekki með nokkru þvílíku, því með þessháttar hafa saurgað sig heiðnar þjóðir, sem eg vil reka burt frá yður.25Landið er saurgað, eg vil vitja þess misgjörða; og það hefir þegar útskyrpt sínum innbyggjurum frá sér.26En þér skuluð varðveita mína setninga og boðorð, svo að hvörki sá innlendi né útlendi, sem býr á meðal yðar, drýgi nokkura þvílíka viðurstyggð.27Því allar þessar svívirðingar hafa þeir sem byggðu landið á undan yður drýgt, og saurgað þar með landið,28svo að landið ekki skyrpi yður frá sér vegna þess að þér saurgið það, eins og það skyrpti frá sér þeim þjóðum sem á undan yður vóru;29því að hvör sá sem drýgir nokkra af þessum viðurstyggðum, sú sál, sem það gjörir, skal upprætast frá sínu fólki.30Varðveitið þar fyrir þau boðorð, sem eg hefi fengið yður til varðveislu, svo að þér fylgið engum af þeim viðurstyggilegu háttum, er þeir fylgdu, sem á undan yður vóru og saurgið yður þar við. Eg er Drottinn yðar Guð!

V. 4. Þegar við lögggjöf eða fyrirheit er bætt þessum orðum: Eg er Drottinn, eða, Eg er Drottinn yðar Guð, gefur það hvörutveggju enn meiri helgi; nefnil. að Guð vafalaust straffi yfirtroðsluna, efni fyrirheitið. V. 6. Bera blygðan, þ. e. hafa holdl. samræði við. V. 9. Fædd h. eða utan h. líklegast: ekta eða óekta. V. 25. Guð segist vitja mannanna þegar hann annaðhvört sendir þeim straff eða líkn.