Dramblæti Esekíass konungs.

1Um þær mundir sendi Babelskonungur, Meródak Bal-Adan, sonur Bal-Adans, bréf og gjafir til Essekíass, því hann hafði frétt, að hann hefði sjúkur verið, en væri nú aftur heill orðinn.2Esekías varð við þetta glaður, og sýndi sendimönnunum fjárhirslu sína, silfur og gull, kryddjurtir og dýrleg smyrsl, allar vopnahirslur sínar, og allt það fémætt, er til var í fjársjóðum hans; var engi sá hlutur í höll Esekíass eða nokkurs staðar í ríki hans, að eigi sýndi hann þeim.3Þá kom spámaðurinn Esajas til Esekíass konungs, og sagði til hans: hvört var erindi þessara manna, og hvaðan komu þeir til þín? Esekías svaraði: þeir komu til mín af fjarlægu landi, frá Babel.4Hann spurði aftur: hvað sáu þeir í höll þinni? Esekías svaraði: þeir sáu allt, sem til er innanhallar; og engi er sá hlutur í fjárhirslum mínum, að eg hafi eigi sýnt þeim.5Þá mælti Esajas til Esekíass: Heyr þú orð Drottins allsherjar!6Sjá þú, þeir dagar munu koma, að allt það sem er í höll þinni, og það sem foreldrar þínir hafa saman dregið allt til þessa dags, það mun flutt verða til Babels, svo að ekkert skal eftir verða, segir Drottinn;7og nokkurir af sonum þínum, sem af þér koma og sem þú munt eignast, munu teknir verða og gjörðir að herbergissveinum í höll Babels konungs.8Esekías sagði til Esajas: gott er það orð Drottins, er þú segir; því allt verður fritt, sagði hann, og öllu óhætt um mína daga.