Mundu til Guðs í tíma. Hrós þessarar bótar. Guðs ótti burtrekur hégómann.

1Hugsaðu því til Skaparans á þínum æsku dögum, fyrr en þeir vondu dagar koma, og árin nálgast, um hvör þú munt segja: mér líka þau ekki;2áður en sólin og hennar ljós og tunglið og stjörnurnar verða dimmar, og skýin koma aftur eftir regnið.3Á þeim degi þá vaktararnir í húsinu skjálfa, og þeir sterku verða bognir, og kvarnarstúlkurnar hætta að mala, því þær eru orðnar fáar, og dimmt er hjá þeim sem líta út um gluggana.4Þá báðar hurðir strætisins lokast, og raust kvarnarinnar verður lág, og menn fara á fætur þegar fuglinn syngur, en allar dætur söngsins eru lágrómaðar.5Þá menn líka eru hræddir við allar hæðir og skelfingarnar á veginum, þegar mandeltréð blómstrar (í desember), og grashoppurnar verða að byrði, og lystingin deyr. Þá fer maðurinn til þess hússins hvar hann verður eilíflega, og þeir sem hann gráta ganga um strætin.6Fyrr en skorið verður á silfursnúruna og gulllampinn molast, og krukkan brotnar við uppsprettuna, og hjólið fer sundur við brunninn *).7Þá duftið hverfur til jarðarinnar aftur hvar það áður var, og andinn fer til Guðs sem gaf hann.
8Það er eintómur hégómi, sagði prédikarinn, allt er hégómi.9En auk þess prédikarinn var spekingur, miðlaði hann fólkinu þekkingu; hann rannsakaði, grennslaðist eftir, og samsetti mörg spakmæli.10Prédikarinn leitaði eftir að finna þægileg orð, og það sem er skrifað, það er rétt og sannleikans orð.11Orð spekingsins eru sem broddar og eins og naglar, reknir af safnaðanna forstöðumönnum, meðdeildir af hirðirnum;12af þeim muntu, minn son! vera ánægjanlega áminntur. Margar bækur mætti gjöra, og samt kæmust menn ei að endirnum; mikill lestur örmagnar líkamann.
13Höfuðsumma efnisins, þegar allt er athugað, verður þetta, óttastu Guð og haltu hans boðorð, því það á hvör maður að gjöra.14Því Guð mun leiða alla hluti fyrir dóminn, yfir öllu sem er hulið, hvört sem það er gott eða illt.

V. 3–6. *) Frá versinu 3ðja til 5ta er verið að lýsa, í líkingu, ellinnar annmörkum. Vaktarar: það eru hendur og fætur, þeir sterku: fæturnir. Kvarnarstúlkurnar: tennurnar. Þær sem líta út um gluggann: sjónin. Hurðir strætisins: varirnar. Raust kvarnarinnar: málrómurinn. Hann fer á fætur: sá gamli getur ekki sofið. Dætur söngsins: söngtólin; fyrr en, í upphafi 6ta versins, er ítrekun þess sem stóð í 1ta versi, fyrr en þeir vondu dagar koma—hugsaðu til Skaparans fyrr en lampi lífsins hangir í gullsnúru, á hann er ausið með krukku og hjól brúkað til að hefja hana.