Sama tala.

1Og Elíhú tók enn nú til orða og mælti:2heldur þú það rétt sem þú sagðir: eg hefi betri málstað en Guð?3Þegar þú segir: hvað stoðar það mig? Hvaða gagn hefi eg af því, að víkja frá minni synd?4Eg vil svara þér og þínum vinum líka.5Skoðaðu himininn og sjáðu! virtu fyrir þér skýin, hvað hátt þau eru yfir þér!6Efað þú syndgar, hvað skaðar þú hann? Og þó þínar yfirtroðslur séu margar, hvað getur þú gjört honum?7Þó þú sért réttvís, hvað getur þú gefið honum? Eða hvað skal hann þiggja af þinni hendi?8Við mann eins og þú ert, (á rétt) þinn óguðleiki, og þín réttvísi við mannsins barn.9Með margföldu ofbeldi kemur maður þeim undirþrykktu til að hrópa; þeir kveina undan armi hins stóra manns;10en enginn þeirra segir: „hvar er Guð sem skóp mig, sem gefur sálma (fögnuð) á nóttinni? (Sálm. 42).11Sem gaf oss meira vit en dýrunum á mörkinni, og meiri vísdóm, en fuglunum undir himninum.12Svona hrópa þeir, en hann ansar ekki, vegna drambsemi hinna vondu.13Vissulega heyrir Guð ekki hégómlega beiðni. Og sá almáttugi gefur henni ekki gaum.14Miklu síður þá þú segir: þú sjáir hann ekki! samt er dómur fyrir hans augliti; bíð þú hans því aðeins!15En nú, þegar hans reiði ekki straffar, og gefur ekki gaum syndanna gnægt,16svo líkur Job upp sínum munni og frammælir mörg orð fávíslega.