Settir griðastaðir.

1Enn bauð Drottinn Jósúa:2tala þú til Ísraels barna og seg þeim: veljið yður þá griðastaði, sem eg hefi talað um við yður fyrir hönd Mósis,3að sá fái þangað flúið, sem af vangá og að óvilja sínum hefir á öðrum unnið, og svo þeir séu griðastaðir handa yður fyrir eftirmálsmanninum;4og hann má flýja til einhvörs þessara staða, og standa við inngang borgarhliðsins, og tala máli sínu í áheyrn þess staðar öldunga, skulu þeir þá veita honum viðtöku, og fá honum hæli, svo hann geti búið hjá þeim;5og þó eftirmálsmaðurinn fari eftir honum, skal hann ekki framseljast honum, hafi hann manninn vegið af vangá, og ekki verið áður kunnur að fjandskap gegn honum.6Í þessum stað skal hann aðsetur hafa, þar til mál hans er rannsakað fyrir samkundunni *), og þar til sá er dáinn, sem þá er æðsti prestur; en eftir það má vegandinn aftur hverfa, og fara til sinnar borgar og síns húss, til þess staðar, hvaðan hann flýði.
7Þá settu þeir þessa griðastaði: Kades í Galilæa á Naftalí fjalli, Sikkem á Efraims fjalli, og Kirjat-Arba eða Hebron á Júdafjalli.8En fyrir handan Jórdan, fyrir austan Jeríkó létu þeir til (þessa griðastaði): Rúbens ættkvísl lét til Beser í eyðimörkinni á sléttlendinu, Gaðs ættkvísl Ramot í Gíleað, og Manassis ættkvísl Golan í Basan.9Þessir voru þeir griðastaðir, sem tilteknir voru handa öllum Ísraels börnum, og þeim útlendu, sem hjá þeim bjuggu; svo að hvör sá, sem af vangá hafði manni að bana orðið, gæti þangað flúið, og verið óhultur fyrir eftirmálsmanninum, þar til mál hans væri rannsakað fyrir samkundunni.

*) Nefnilega, hvört verkið var unnið af vangá eða viljandi.