Afbeiðni og bæn.

1(Að syngja) á flautu til hljóðfærameistarans. Sálmur Davíðs.2Drottinn! hneig þín eyru til minna orða! taktu eftir minni andvarpan!3Gefðu gaum að mínum kveinstaf, minn kóngur og minn Guð! þér sendi eg mína bæn.4Árla, Drottinn! heyrir þú mína raust, árla kem eg fram fyrir þig og bíð þín.5Þú ert ekki sá Guð, sem óguðlegt athæfi líki. Sá vondi mun ekki búa hjá þér.6Þeir dramblátu munu ekki standast fyrir þinni augsýn. Þú hatar alla rangláta, þú tortínir þeim sem tala lygi.7Þeir blóðgírugu og fölsku eru Drottni andstyggð.8En í trausti þinnar miklu miskunnar vil eg innganga í þitt hús, og biðjast fyrir í þínu heilaga musteri í þínum ótta.9Vísa þú mér veg þinna réttinda, sakir minna óvina, gjör mér greiðan þinn veg.10Því í þeirra munni er enginn sannleiki, innra býr með þeim mikil vonska, þeirra barki er opin gröf, tungumjúkir eru þeir.11Láttu þá, ó Guð! fá dómsáfelli, lát þá falla á sínum ásetningi, burtskúfa þeim sakir þeirra mörgu misgjörninga, því þeir eru þér þverbrotnir.
12Þá munu allir þeir gleðjast sem reiða sig á þig, þeir munu gleðjast að eilífu, því þú heldur yfir þeim þinni hendi; og þeir sem elska þitt nafn, munu í þér glaðir vera.13Því þú, Drottinn! blessar þann réttláta og verndar hann með þinni náð, eins og með skildi.