Bæn um heilbrigði.

1Davíðssálmur til hljóðfærameistarans að spila á áttstrengjað hljóðfæri.2Drottinn! straffa mig ekki í þinni reiði og tyfta mig ekki í þinni grimmd.3Drottinn! vertu mér miskunnsamur, því eg örmagnast, lækna mig, Drottinn! því mín bein skjálfa, og mín sál er mjög óróleg.4Ó! Drottinn! hvörsu lengi? (skal eg pínast).5Snú þér til mín, Drottinn! frelsa mína sálu, frelsaðu mig sakir þinnar miskunnar.6Því í dauðanum man enginn til þín; hvör vegsamar þig í helju?7Eg em þreyttur af andvarpan, eg væti alla nóttina mína sæng og bleyti með mínum tárum mitt legurúm.8Mitt andlit er fölnað af angist, það er orðið ellilegt, því olla mínir mörgu óvinir.9Víkið frá mér allir illgjörðamenn, því Drottinn hefir heyrt minn kveinstaf.10Drottinn hefir heyrt mína auðmjúka bæn. Drottinn bænheyrir mig. Sneypast skulu og ákaflega skelfast allir mínir óvinir, á flótta komast og sviplega sneypast.