Bókin og lambið.

1Í hægri hendi þess, er í hásætinu sat, sá eg bók, sem skrifuð var báðum megin og innsigluð með sjö innsiglum.2Þá sá eg sterkan engil, sem kallaði hárri röddu: hvör er þess verður að brjóta frá innsiglin bókarinnar og opna hana.3En enginn var sá á himni eða jörðu eða undir jörðunni, sem opnað gæti bókina og séð í hana.4Eg grét stórum af því, að enginn skyldi sá finnast, sem verðugur væri að opna bókina og líta í hana.5Þá sagði einn af öldungunum við mig: grát ekki! vit það, að ljónið af a) Júdæ ættkvísl, b) afspringur Davíðs, hefir sigur unnið, svo það getur brotið frá þau sjö innsigli bókarinnar og c) opnað hana.6Þá sá eg lamb, eins og slátrað, standa milli hásætisins og þeirra fjögra dýranna og öldunganna, það hafði sjö horn og sjö augu, sem eru þeir sjö andar Guðs, sendir út um allan heim.7Það kom og tók við bókinni af hægri hendi þess, er í hásætinu sat.8Og þá það hafði tekið við bókinni, féllu þau fjögur dýrin og þeir 24 öldungar fram fyrir lambinu, og héldu hvör um sig á hörpum og gullskálum fullum af reykelsi, það eru bænir heilagra.9Þá sungu þeir nýjan lofsöng, svo mælandi: verðugur ert þú að taka við bókinni og opna hennar innsigli, því þér hefir verið slátrað og þú hefir keypt oss Guði til handa, af öllum kynkvíslum, tungumálum, þjóðum og ættum með þínu blóði;10þú hefir gjört oss að konungum og kennimönnum fyrir vorum Guði, að vér skyldum ríkja yfir jörðunni.11Síðan sá eg og heyrði umhverfis hásætið, dýrin og öldungana, raustu margra engla, sem voru að tölu tíu þúsundir tíu þúsunda og þúsundir þúsunda; þeir sögðu með hárri röddu:12verðugt er d) það slátraða lambið e) að meðtaka vald og ríkdóm, visku og kraft, heiður, dýrð og þakkir.13Þá heyrða eg hvörja f) skepnu á g) himni og jörðu og undir jörðunni og allt hvað í sjónum er, undirtaka og segja: þeim, sem í hásætinu situr og lambinu séu þakkir og heiður, dýrð og kraftur um aldir alda;14og þau fjögur dýrin sögðu: Amen! en öldungarnir féllu fram og tilbáðu.

V. 2. Kap. 10,1. V. 5. a. 1 Mós. b. 49,9.10. b. Esa. 11,1.10. Róm. 15,12. Opinb. b. 22,16. c. Kap. 6,1. fl. V. 6. Jóh. 1,29. 1 Pét. 1,19. V. 9. Post. g. b. 20,28. 1 Kor. 6,20. 7,23. Efes. 1,7. 2 Pét. 2,1. Hebr. 9,1. 10,10. V. 10. 1 Pét. 2,5.9. Opinb. b. 1,6. V. 12. d. Kap. 13,8. e. Kap. 4,11. 7,10.12. V. 13. f. Sálm. 148,1. fl. g. Fil. 2,10. V. 14. Kap. 4,10.