Enn nú sama ræða.

1Æ! að eg hefði ferðamannaherbergi á eyðimörkinni, þá skyldi eg yfirgefa mitt fólk og fara frá því; því allir eru þeir hórdómsmenn, flokkur landráðamanna.2Þeir spenna sína tungu, eins og sinn boga, með lygi, og með sannleikanum drottna þeir ekki í landinu; frá einni vonsku ganga þeir til annarrar, og mig þekkja þeir ekki, segir Drottinn.3Varið yður, hvör og einn á sínum vin, og trúið engum yðar bróður; því hvör einn bróðir vill fella bróður sinn, og hvör einn vinur gengur um kring sem rógberi.4Og hvör einn fer á bak við vin sinn, og sannleika tala þeir ekki; þeir æfa sína tungu í því að tala lygar, og kosta kapps um að gjöra rangt.5Þú býr mitt á meðal svikanna; af svikum færast þeir undan að þekkja mig, segir Drottinn.6Því segir Drottinn herskaranna svo: sjá, eg skal hreinsa þá og prófa, því hvað skal eg annað gjöra sakir (Síon)dóttur míns fólks?7Drepandi ör er þeirra tunga, svik tala þeir; með munninum tala þeir vinsamlega við sinn náunga, og innra hafa þeir launsátur.8Á eg ekki að refsa þeim fyrir slíkt, segir Drottinn, eður hefnast á slíku fólki, sem þetta er?
9Yfir fjöllin hef eg grát og harmakvein, og sorgarljóð yfir eyðimerkurinnar beitilönd, því sviðin eru þau, og enginn er þar á ferð, og nú heyrist ei framar raust hjarðanna; fuglar himinsins, eins og dýrin, eru flúnir, burtfarnir.10Og eg gjöri Jerúsalem að steinhrúgu, að dýrabæli; og Júda staði mun eg gjöra að auðn, hvar enginn býr.
11Hvör er nú vitur maður? Hann skyldi eftir þessu taka, og sá sem munnur Drottins talar við, hann skyldi það kunngjöra. Hvar fyrir gengur landið til grunna, verður uppsviðið sem eyðimörkin, svo engin fer þar um?12Drottinn sagði: af því þeir hafa horfið frá mínu lögmáli, sem eg setti þeim, og ekki gegnt minni raust, og ekki breytt þar eftir,13heldur gengið eftir þverúð síns hjarta og eftir Baal, eins og feður þeirra hafa kennt þeim,14því segir Drottinn herskaranna, Guð Ísraels svo: sjá, eg gef þessu fólki malurt að eta og galli blandað vatn að drekka.15Og eg tvístra þeim meðal þjóðanna, sem þeir ei þekktu, hvörki þeir né þeirra feður, og eg sendi sverðið á eftir þeim, þangað til eg afmái þá.
16Svo segir Drottinn herskaranna: takið eftir (þessu) og kallið harmkonur að þær komi, og sendið til þeirra vísu kvenna að þær komi,17og syngi fyrir oss, sem fyrst, harmaljóð, að tár renni oss af augum og vatn fljóti af vorum hvörmum,18því (þessi) harmatón hljómar frá Síon: „hvörsu erum vér eyðilagðir! vér erum mjög til skammar orðnir! því vér hljótum að rýma landið, þar eð þeir hafa niðurbrotið vora bústaði“.19Því heyrið, konur, Drottins orð, og yðar eyra nemi orðið hans munns! kennið yðar dætrum harmaljóð, og hvör kenni annarri sorgarsöng!20því dauðinn fer inn um vora glugga, kemur í vor herbergi, (kemur) til að afmá börnin á strætunum, unglingana á torgunum.21Tala þú! svo segir Drottinn: líkamir manna skulu liggja sem taðhrúgur á velli, og eins og rök eftir uppskerumanninn sem enginn tekur.22Svo segir Drottinn: sá vísi hrósi sér ekki af sinni visku, og sá sterki hrósi sér ekki af sínum ríkdómi;23heldur hrósi sér hvör af því, sem vill hrósa sér, að hann þekkir mig og veit að eg er Drottinn, sem iðka í landinu miskunnsemi, réttindi og réttvísi; því á slíku hefi eg velþóknan, segir Drottinn.
24Sjá, þeir dagar koma, segir Drottinn, að eg refsa öllum umskornum með þeim óumskornu,25Egyptalandi og Júda og Edom og Ammonssonum og Móab, og þeim sem skera sér skegg (arabiska) og búa í eyðimörkinni. Því allar þjóðir eru (að sönnu) óumskornar, en allt Ísraels hús hefir óumskorið hjarta.

V. 9. Beitilandið ást upp af hestum óvinanna. V. 16. Harmkonur etc. Í fornöld voru menn, helst konur keyptar til, með náungum, að gráta við útför meiriháttar manna, þeim til heiðurs. V. 25. Sem skera sér skegg, aðr: sem búa yst.