Staðurinn unninn.

1Það orð sem kom til Jeremías frá Drottni, þegar kóngur Sedekia, sendi Pashúr, Malkiason, og Sefania, Maeseiason, prestinn, til hans, og mælti:2Spyr þó Drottin fyrir oss; því Nebúkadnesar, Babels kóngur, stríðir við oss: líklega gjörir Drottinn við oss eftir öllum sínum dásemdum, svo að hann (Nebúkadnesar) hverfi frá oss.
3Þá sagði Jeremías til þeirra: segið svo Sedekía:4svo segir Drottinn, Ísraels Guð: sjá, eg sný við stríðsvopnunum í yðar höndum, með hvörjum þér berjist við kónginn af Babel og mót Kaldeumönnum, sem umsitja yður, fyrir utan múrana, og flyt þá saman inn í þennan stað,5og eg stríði á móti yður með útréttri hönd og öflugum armi, og með reiði og glóð og mikilli grimmd.6Og eg slæ í hel innbúa þessa staðar, menn og fénað; af mikilli drepsótt skulu þeir deyja.7Og þar eftir mun eg gefa Sedekía Júdakóng, og hans þjóna, og fólkið, og þá, í þessum stað eftirorðnu, eftir drepsóttina, sverðið og hungrið, í hönd Nebúkadnesars, kóngs í Babel, og í hönd þeirra óvina, og í hönd þeirra, sem sækjast eftir þeirra lífi, að hann drepi þá með beittu sverði, án meðaumkunar við þá, án vægðar, miskunnarlaust.
8Og við þetta fólk skaltu segja: svo segir Drottinn: sjá, eg legg fyrir yður veg lífsins og veg dauðans.9Hvör sem verður kyrr í þessum stað, hann mun deyja fyrir sverði, hungri og drepsótt; en hvör sem gengur út, og fer til Kaldeumanna, sem yður umsitja, sá heldur lífinu, og honum verður hans sál að hlutskipti.10Því eg sný mínu andliti móti þessum stað, til ills, og ekki til góðs, segir Drottinn; hann skal gefast í hönd Babelskóngi, svo hann brenni hann í eldi.
11Og við hús Júdakóngs (skaltu segja): heyrið orð Drottins,12Davíðs hús! svo segir Drottinn, haldið árla dóm, og frelsið þann rænda af hendi undirþrykkjarans, að mín grimmd brjótist ei út, sem eldur, og brenni óslökkanlega, sakir vonsku yðar athafna!
13Sjá, eg vil til yðar (koma), innbúar dalsins, klettsins á vellinum, segir Drottinn, til yðar sem segið: hvör mun koma niður til vor, og hvör brjótast inn í vora bústaði?14Og eg skal finna yður, eftir ávöxtum yðar athafna, segir Drottinn, og kveikja eld í yðar skógi, að hann brenni allt sem í kringum yður er.