Ýmislegar lífs reglur og áminningar.

1Heyrið mig, börn, yðar föður,2og hagið yður svo að yður vel vegni!3Drottinn hefir hafið föðurinn yfir börnin, og sett yfir synina móðurinnar dóm.4Hvör sem heiðrar föður sinn, mun forlíka fyrir sínar syndir,5og hvör sem heiðrar sína móður, er eins og sá sem safnar sér fésjóð.6Hvör sem heiðrar sinn föður, mun af sínum börnum fögnuð hafa, og þá hann biður, mun finna bænheyrslu.7Hvör sem sinn föður heiðrar, mun lengi lifa, og hvör sem Drottni er hlýðinn, hann mun gleðja sína móður.8Hvör sem óttast Drottin, heiðrar sinn föður, og þjónar sínum foreldrum sem yfirboðum.9Heiðra föður þinn í orði og verki,10svo hans blessan yfir þig komi.11Því föðursins blessan festir hús barnanna, en móðurinnar bölvan rífur þau niður í grunn.12Leita engrar sæmdar í ósæmd föðursins, því engin frægð er þér hans ósæmd.13Heiður föðursins er sæmd mannsins, og vanvirt móður er barnanna ósæmd.14Barn, annast þinn föður í hans elli, og hrygg hann ekki, svo lengi sem hann lifir.15Halt honum til góða þó hann bernsklegur verði, og fyrirlít hann ekki þótt þú hafir meiri kraft.16Því góðsemi þín við föður þinn mun ei gleymast, og í stað syndastraffs mun þér velgengni veitast.17Á neyðarinnar degi mun þín minnst verða; eins og klaki í hlíviðri, svo munu þínar syndir bráðna.18Sem guðlastari er sá, sem yfirgefur föður sinn, og bölvaður af Drottni, sá sem skapraunar móður sinni.
19Barn, vertu með hógværð við þína vinnu, svo muntu elskað verða af geðþekkum manni.20Þess meiri þú ert, þess meir skaltu þig auðmýkja, svo muntu finna náð hjá Drottni.21Því mikil er Drottins makt, og af þeim auðmjúka vegsamast hún.22Leita ei þess sem þér er of erfitt, og grennslast ei eftir því sem yfirgengur þína krafta.23Hugsa um það, sem þér er boðið; því þér er ei nauðsynlegt það, sem þér er hulið.24Það sem þinni sýslan ei viðkemur, því skaltu ei hnýsast eftir, né viðfást.25Því þér er vísað á meir en mannsskilningur orkar (að kemst).26Því marga tældi sú háa innbyrling um þá sjálfa, og illur þótti lét þeirra vit rasa, hafir þú ekkert auga, svo þarftu ekki ljós; hafir þú engan skilning, svo kunngjör það ekki (með þínu tali).27Sá, sem háskann elskar, kemst í hann,28og fyrir ofdjörfum fer illa seinast.29Hart hjarta hleður á sig erfiðleika, og syndarinn hleður synd á synd ofan.30Við afdrifum þess drambláta á ekkert læknismeðal, því stofn vonskunnar hefir í honum djúpar rætur.31Hugur hins skynuga yfirvegar viskunnar snillyrði (parabole),32og athyglisamt eyra er ósk hins vísa.33Vatn slökkur logandi eld, og góðgjörðasemi forlíkar fyrir syndir.34Sá sem miskunnsemi umbunar, minnist þess síðar meir, og á óhappatímanum mun slíkur maður finna liðsemd.