Lofsöngur þá örkin var sótt.

1Sálmur Davíðs. Jörðin er Drottins, og hennar fylling. Jarðríkið og þeir sem á því búa.2Því hann grundvallaði hana á höfunum, og festi hana á vötnunum.3Hvör þorir að stíga upp í Drottins borg? hvör vogar að ganga fram á hans heilaga stað?4Sá sem hefir saklausar hendur, og hreint hjarta. Sá sem ekki leggur hans nafn við lygar, (hégóma) og ekki sver rangan eið.5Sá hinn sami mun meðtaka blessan af Drottni, og miskunn frá Guði síns hjálpræðis.6Þetta er kynslóð þeirra sem að honum spyrja; Jakobs börn sem leita þíns andlitis, (Málhvíld).7Þið port! lyftið upp yðar efra parti, opnið yður, þið eilífu dyr, að dýrðarinnar konungur geti komist inn.8Hvör er sá dýrðarinnar konungur? Drottinn, sá sterki og máttugi, Drottinn, voldugur í stríði.
9Þið port, upplyftið yðar efra hluta! já opnist þið eilífu dyr, að dýrðarinnar konungur geti komist inn.10Hvör er sá dýrðarinnar konungur? Drottinn, herskaranna Guð, hann er dýrðarinnar konungur. (Málhvíld).

V. 1. Fylling: það sem jörðina fyllir.