Nahúm upphvetur Júdaríkismenn til þakklætis við Guð; afmálar eyðileggingu Niniveborgar.

1Sjáið! á fjöllunum kemur einhvör hlaupandi með fagnaðartíðindi og friðarboðskap. Halt helgar þínar hátíðir, Júdaríki, og gjalt þín heit! því vandræðamaðurinn skal ekki framar veita þér ágang; hann er með öllu afmáður.
2Ófriðarmaður fer á hendur þér (Assýríukonungur!); gæt vel að virkjum þínum, set njósnir á veginum, búst alla vega sem best um, safna öllum þínum styrk!3Því Drottinn vill nú aftur viðrétta tign Jakobs niðja, og tign Ísraelsmanna, þar eð ófriðarmenn hafa eyðilagt þá og afbrotið kvistu þeirra.4Skildir kappa hans eru rauðlitaðir, hermennirnir ganga á skarlatsklæðum, vagnarnir glóa af stálinu, þann dag er hann býr her sinn, og lensurnar bifast.5Vagnarnir geysa á strætunum, og velta inn á torgin; hermennirnir eru tilsýndar sem blys, þeir hlaupa sem eldingar.6Hann (Assýríukonungur) heitir þá á kappa sína, en þeir falla, þegar þeir ganga fram; þá hlaupa menn til múrveggjarins, og skjóta vígásum fyrir borgarhliðið;7en borgarhliðunum, sem að fljótinu vita, er upplokið, og konungshöllin niðurrifin.8Sá kostur er einráðinn: hún (borgin) skal flett verða og flutt í útlegð, þernur hennar skulu fylgja henni, kvakandi sem dúfur, og berjandi sér á brjóst.9Ninive hefir frá upphafi vega sinna verið sem vatnadíki; en þau vötn eru nú horfin: (þó kallað sé), „standið við, standið við!“, verður enginn til að hverfa aftur.10Rænið þá silfrinu, rænið gullinu (þér sigurvegarar!); því hér er ógrynni fjár og gnótt alls konar dýrgripa.11Hún er tæmd, gjörtæmd og í eyði! hjörtun bráðna, knén riðna, allar mjaðmir skjálfa, og allra andlit blikna!12Hvar er nú bæli ljónanna, hvar eru nú þeir átthagar ljónskálfanna, þar sem ljónið og ljónsmæðran gengu með hvolpum sínum, án þess nokkur styggði þau?13Þar sem ljónið reif sundur dýrin handa hvolpum sínum, og drap þau niður handa ljónsmæðrunum, fyllti hellra sína með herfangi, og bæli sín með sundurrifinni bráð?14Sjá, eg rís í gegn þér, segir Drottinn allsherjar; eg vil brenna þína hervagna í eldi, og sverðið skal drepa niður þína ljónskálfa; eg vil taka þitt herfang burt af jörðunni, og raust þinna sendiboða skal ekki heyrast héðan í frá.