Laun vondra og góðra.

1Sálmur Davíðs. Illskastu ekki við illvirkjana! öfundaðu ekki þá ranglátu!2því eins og gras verða þeir skyndilega slegnir, og visna sem grænar jurtir.3Reiddu þig upp á Drottin, og gjör hið góða, bú þú í landinu, og leita þinnar atvinnu ærlega.4Haf þú þína unaðsemd í Drottni, þá mun hann veita þér girndir þins hjarta.5Veltu upp á Drottin þinni áhyggju, (vegi) hann mun gjöra (eitthvað), og reiddu þig á hann.6Hann mun láta þinn rétt framganga sem ljós, og þitt réttlæti sem hádegisbirtu.7Vona þú í kyrrð á Drottin og bíð hans! lát þér ei gremjast við þann mann, hvörs athæfi heppnast, við þann sem hefir í frammi pretti.
8Hættu á reiðinni, slepptu bráðlyndinu, illskastu ekki, aðeins til að gjöra illt!9því hinum vonda verður útrutt, en þeir sem vona á Drottin, skulu landið erfa.10Innan lítils tíma er sá óguðlegi ekki framar til; þegar þú leitar að hans stað, mun hann ekki finnast.11En þeir hógværu skulu landið erfa, og njóta unaðsemdar af þeim mikla friði (farsæld).
12Sá óguðlegi bruggar svik þeim réttláta og nístir tönnum yfir honum.13En Drottinn hlær að honum, því hann sér, að hans dagur kemur (dauðadagur).14Hinir óguðlegu rykkja sverði, og spenna sína boga, svo að þeir felli hinn auma og fátæka, og myrði þá sem ganga ráðvandlega.15Þeirra sverð lendir í þeirra eigin hjarta, og þeirra bogi brotnar.16Betra er það litla sem hinn réttláti á, heldur en nægtir margra óguðlegra.17Því armleggir hinna óguðlegu sundurbrotna, en Drottinn styður hina réttlátu.18Drottinn þekkir daga hinna óstraffanlegu, og þeirra arfur mun aldrei þverra.19Þeir munu ei til skammar verða á hinni vondu tíð, og í hallærinu munu þeir saðning hafa.20En hinir óguðlegu munu fyrirfarast og Drottins óvinir, þó þeir séu sem landsins blómi, fyrirfarast, og sem reykur verða að engu.21Sá óguðlegi tekur lán og betalar ekki, en hinn réttláti miskunnar og gefur,22því Drottins blessuðu skulu landið erfa, hans bölvuðu verður útrutt.23Af Drottni festist gangur þess (ráðvanda) manns og hann hefir þóknan á hans vegi.24Þó að hann detti, skal hann ekki liggja, því Drottinn styður hans hönd.25Eg hefi verið ungur, og er orðinn gamall, en ekki hefi eg séð hinn réttláta yfirgefinn, né hans afkvæmi (ganga eftir atvinnu) fara á húsgang.26Hann er miskunnsamur dag hvörn og lánar, og hans niðjar verða blessaðir.27Vík þú frá hinum illa og gjörðu gott, og þú munt búa eilíflega (í ró).28Því Drottinn elskar réttindi, og yfirgefur ekki sína heilögu; þeir verða eilíflega varðveittir; en afkvæmi hinna óguðlegu upprætist.29Þeir réttlátu erfa landið og búa eilíflega í því.30Munnur hins réttláta mælir visku, og hans tunga talar réttindi.31Lögmál hans Guðs er í hans hjarta, hans gangur er stöðugur.32Hinn óguðlegi umsitur hinn réttláta og leitast eftir að drepa hann.33En Drottinn gefur hann ekki í hans hönd, og lætur hann ekki verða fyrir dómsáfelli, þegar hann kemur fyrir rétt.34Bíð þú Drottins og vertu stöðuglega á hans vegi, þá mun hann hefja þig, svo þú erfir landið, þú munt það sjá að hinir óguðlegu verða afmáðir.35Eg sá einn óguðlegan, einn ofbeldis mann, hann þandi sig vítt út, sem mjög laufgað tré með djúpum rótum.36En hann hvarf, og sjá þú! hann var ekki framar til; eg leitaði að honum, en hann fannst ekki.37Taktu eftir þeim fullkomna, sjáðu þann ráðvanda, laun þess manns er friður.38En yfirtroðslumennirnir munu í einu lagi afmáðir verða, og niðjar óguðlegra upprættir.39Hjálp hinna réttlátu kemur frá Drottni, hann er þeirra styrkur í neyðinni,40og Drottinn mun frelsa þá og hjálpa þeim, hann mun frelsa þá frá þeim óguðlegu, því þeir vona á hann.