Afreksverk Jónatans og Sáls.

1Sál hafði nú verið 1 ár konungur, og 2að árið sem hann ríkti yfir Ísrael,2valdi Sál sér þrjú þúsund manns af Ísrael, og hjá Sál voru tvö þúsund í Mikmas og á Betels fjöllum, og þúsund voru hjá Jónatan í Gíbea Benjamín; og það annað af fólkinu lét hann fara, hvörn til síns tjalds d).3Og Jónatan rak burt setulið Filisteanna í Gíbea; það heyrðu Filistearnir. Og Sál lét blása í básúnur um allt landið, og sagði það skulu ebreskir heyra!4Og allur Ísrael heyrði hvörsu menn sögðu: Sál hefir rekið burt setulið Filisteanna, og Filisteum er illa við Ísrael e), og fólkið var samankallað til Sáls í Gilgal.5En Filistearnir samansöfnuðust til að stríða við Ísrael, 30 þúsund vagnar og 6 þúsund reiðmenn og fólk eins margt og sandur á sjávarströnd f), og þeir lögðu af stað, og settu herbúðirnar í Mikmas fyrir austan Bet-Aven.6Og Ísraelsmenn sáu að þeir voru í neyð, því að fólkinu þrengdi; þá fól fólkið sig í hellrum og í þyrnirunnum og í giljum og í turnum og í gryfjum.7Og ebreskir fóru yfir Jórdan í landið Gað og Gíleað, en Sál var enn í Gilgal og allt fólkið fylgdi honum skelkað.
8Og hann beið sjö daga til ákveðins tíma, sem Samúel (hafði ákveðið) en Samúel kom ekki til Gilgal, og fólkið dreifðist burt frá honum.9Þá sagði Sál: færið mér hingað brennifórn og þakkarfórn! og hann offraði brennifórn.10Og er hann hafði endað offur brennifórnarinnar, sjá! þá kom Samúel, og Sál gekk á móti honum og heilsaði honum.11Og Samúel mælti: hvað hefir þú gjört? og Sál sagði: þegar eg sá að fólkið hljóp frá mér, og þú komst ekki á tilteknum tíma, og að Filistear voru komnir til Mikmas;12svo sagði eg: nú munu Filistear koma til mín til Gilgal, og eg hefi ekki (enn nú) beðið fyrir augliti Drottins; því dirfðist eg að offra brennifórn.13Þá sagði Samúel til Sál: þú hefir breytt heimskulega, hefir ekki gáð að boði Drottins þíns Guðs, sem hann bauð þér; því Drottinn hefði nú staðfest þinn konungdóm yfir Ísrael að eilífu;14en nú mun þitt konungdæmi ekki verða staðfast. Drottinn hefir leitað sér að öðrum manni eftir sínu sinni, og hefir sett hann fursta yfir sitt fólk; því þú hefir ekki gætt þess sem Drottinn bauð.15Og svo tók Samúel sig upp og gekk frá Gilgal til Gíbea Benjamín. Og Sál kannaði liðið sem hjá honum var, hér um bil 6 hundruð manns.
16En Sál og Jónatan hans son og fólkið sem hjá honum var, tjaldið í Gíbea-Benjamín, og Filistear höfðu herbúðir í Mikmas.17Og frá herbúðum Filistea lagði óvígur her í þremur flokkum; einn flokkurinn stefndi til Ofra í landið Sual,18annar flokkurinn stefndi til Bethoron, og hinn þriðji fór landamerkjaveginn sem liggur fyrir ofan dalinn Jeboim út til eyðimerkurinnar.19En enginn smiður var í öllu Ísraelslandi, því Filistear hugsuðu: að ebreskir ei skyldu gjöra sér sverð eða spjót a).20Og allur Ísrael fór til Filistea, sérhvör til að hvessa sitt plógjárn, pál, öxi og spaða.21Þegar nefnilega að sljóvgaðist eggin á spaðanum, pálnum, forknum og öxinni, og til að rétta oddinn.22Og það bar svo undir, á orrustudeginum, að þá fannst hvörki sverð né spjót í hendi alls fólksins, sem var með Sál og Jónatan, og einasta fannst þetta hjá Sál og Jónatan syni hans.23Og einn flokkur af Filisteum fór út veginn frá Mikmas.

V. 2. d. Kap. 8,22. V. 4. e. Heb. og Ísrael luktar illa hjá Filisteum. Devt. 34,30. Ex. 5,21. 1 Sam. 27,12. V. 5. f. Jós. 11,4. Dóm. 7,12. V. 19. a. Dóm. 5,8.