Siðaspilling Gyðingalýðs; hegning Guðs; frelsan þjóðarinnar.

1Sjá þú! ekki er hönd Drottins svo stutt, að hann megi eigi hjálpa, og ekki eyra hans svo þykkt, að hann geti ekki heyrt.2Það eru misgjörðir yðar, sem skilnað hafa gjört milli yðar og yðvars Guðs, og yðar syndir hafa byrgt auglit hans fyrir yður, svo hann heyrir ekki.3Því lófar yðrir eru flekkaðir með blóði, og fingur yðrir með misgjörðum. Yðar varir tala lygi, og yðar tunga fer með rangsleitni.4Enginn kallar á réttlætið, og enginn umvandar með einlægni. Menn treysta á það sem ekkert er, og tala hégóma. Þeir geta ofríki, og ala misgjörðir.5Þeir útklekja hornormseggjum, og vefa kóngulóarvefi. Hvör sem etur af eggjum þeirra, hlýtur að deyja; verði þau í sundur troðin, kemur þar úr naðra.6Vefnaður þeirra dugir ekki til klæða, og það, sem þeir vinna, verður ei haft til skjóls: það, sem þeir vinna, eru vonskuverk, og ofríkisverk liggja í lófum þeirra.7Fætur þeirra eru skjótir til ills, og fljótir til að úthella saklausu blóði; ráðagjörðir þeirra eru skaðræðis ráðagjörðir: tjón og eyðilegging er á vegum þeirra.8Þeir þekkja ekki veg friðarins, og engin réttindi eru á þeirra stigum; þeir umhverfa vegum sínum, og hvör sem þá vegu gengur, sá hefir aldrei frið.9Þess vegna eru réttindin langt frá oss, og réttlætið kemur ekki nálægt oss. Vér væntum eftir ljósi, en allt er myrkt, eftir birtu, en göngum þó í dimmu.10Vér þreifum fyrir oss, eins og blindir menn með vegg, og fálmum með höndunum, eins og þeir sem engin augu hafa: vér rekum oss á um miðjan dag, eins og í rökkri, vér göngum í niðamyrkri, eins og dauðir menn.11Vér hrjótum, sem birnir, og kurrum, sem dúfur, allir saman. Vér væntum réttinda, en engin fást; vér væntum frelsis, en það er langt í burt frá oss.12Því vorar mörgu misgjörðir standa frammi fyrir þér, og vorar syndir vitna í gegn oss; vorar misgjörðir eru meður oss, og vér vitum vorar yfirtroðslur:13að vér höfum gjört uppreisn gegn Drottni, afneitað honum, og vikið langt í burt frá vorum Guði: að vér höfum eggjað til ofríkis og uppreisnar (gegn Guði): að vér höfum upphugsað ósannindi í hjartanu, og talað þau.14Þess vegna hafa réttindin hörfað á hæl, og réttlætið farið langt í burtu; sannleikurinn verður undir á þingunum, og rétturinn nær ekki að fá framgang.15Sannleikurinn er horfinn, og sá sem firrist það, sem illt er, hann verður öðrum að herfangi. Drottinn sér þetta, og honum mislíkar réttleysið;16hann sér, að enginn vill í skerast; hann undrast að enginn verður til að mæla þeim líknar. Þá hjálpar þeim armleggur hans, og hans réttlæti styður þá.17Hann íklæðist þá réttlætinu, sem pansara, setur á höfuð sér hjálm hjálpræðisins, fer í herklæði hefndarinnar, eins og í annan klæðnað, og hjúpar sig vandlætinu, sem öðrum kyrtli.18Eftir því sem hvör hefir unnið til, eftir því mun hann gjalda einum og sérhvörjum: mótstöðumönnum sínum mun hann gjalda heift, og óvinum sínum hefnd, og fjarlægum landsálfum mun hann gjalda eftir tilverknaði þeirra.19Allt í frá niðurgöngu sólar munu menn óttast nafnið Drottins, og í frá uppgöngu sólar hans dýrðarvegsemd, þegar skelfingin kemur, eins og sá vatnsstrengur, er andi Drottins leikur á.20En frelsari skal koma til Síonsborgar og til þeirra af Jakobsniðjum, sem snúa sér frá misgjörðum sínum, segir Drottinn.21Þessi er sá sáttmáli, sem eg gjöri við þá, segir Drottinn: Minn andi, sem er yfir þér, og mín orð, sem eg hefi lagt í munn þér, skulu ekki frá þínum munni víkja, né frá munni niðja þinna, né niðja niðja, héðan í frá og að eilífu, segir Drottinn.