Davíð sest að í Siklag.

1Og Davíð sagði í sínu hjarta: einhvörn tíma tekst Sál að drepa mig, ekkert er betra enn að eg forði mér, já! eg skal flýja í Filistealand, þá hættir Sál að elta mig um allt Ísraelsland og eg slepp úr hans hendi.2Og svo tók Davíð sig upp, hann og þau 6 hundruð manns sem hjá honum vóru, og fór til Akis b) sonar Maoks, kóngs í Gat.3Og Davíð var hjá Akis í Gat, hann og hans menn, hvör með sínu húsi, Davíð með báðum sínum konum Ahínóam frá Jesreel, og Abígael konu Nabals frá Karmel.4Og þegar Sál frétti að Davíð væri flúinn til Gat, leitaði hann hans ekki framar.
5Og Davíð sagði til Akis: hafi eg fundið náð í þínum augum, svo gefi menn mér pláss í einhvörjum stað í landinu, að eg búi þar, því hvar fyrir skal þinn þénari búa hjá þér í konungsstaðnum?6Þá gaf Akis honum þann sama dag Siklag c); þannig er Siklag kominn undir Júdakónga allt til þessa dags.7Og tala þeirra daga sem Davíð bjó í landi Filisteanna var eitt ár og 4ir mánuðir.
8Og Davíð og hans menn fóru herför og gjörðu árás Gesúrítum og Girsítum og Amalekítum. Þessir bjuggu í landinu frá fornöld, allt til Súr og allt til Egyptalands.9Og Davíð gjörði hervirki í landinu, og lét hvörki mann né konu lifa, og tók sauði og naut og asna og úlfalda og klæði; fór svo heim aftur og kom til Akis.10Og Akis sagði: þér hafið þó ekki gjört árásina í dag? Og Davíð mælti: jú, í Júda að sunnan til, og suðurfrá hjá Jeramelítum og suður frá hjá Kenítum.11En Davíð lét hvörki mann né konu lifa, til að flytja þau til Gat, því hann hugsaði, þau kynnu að segja eftir oss og mæla: svo hefir Davíð aðfarið. Og sá var siður hans allan þann tíma sem hann bjó í Filistealandi.12Og Akis trúði Davíð og hugsaði: hann hefir gjört sig óvinsælan a) hjá sinni þjóð, hjá Ísrael, og hann verður að eilífu minn þegn.

V. 2. b. Kap. 21,10. 1 Kóng. 2,39. V. 6. c. Jós. 15,31. 1 Kron. 12,1. V. 12. a. Hebr. gjört sig illa lyktandi. Kap. 13,4. Exód. 5,21.