Lofgjörð Drottins.

1Til söngmeistarans, á hljóðfæri. Lofsöngur.2Guð veri oss miskunnsamur og blessi oss, hann láti sitt andlit lýsa yfir oss. (Málhvíld).3Að vér megum þekkja þinn veg á jörðunni, og þitt frelsi meðal allra þjóða.4Þig prísar fólkið, ó Guð! já, þig prísar allt fólk;5þjóðirnar gleðja sig og fagna. Því þú dæmir þjóðirnar með réttvísi, og jarðarinnar þjóðum stýrir þú.6Þig prísa þjóðirnar, ó Guð! já, þig prísar allt fólk.7Landið gefur sinn gróða, Guð vor Guð blessar oss.8Já, Guð blessar oss, og öll jarðarinnar endimörk óttast hann.