Hótanir og fyrirheit.

1Og Drottins orð kom til mín, og sagði:2þú skalt þér enga konu taka, og enga sonu né dætur hafa á þessum stað.3Því svo segir Drottinn um þá syni og dætur sem fæðast á þessum stað, og um þeirra mæður sem fæða börn, og um feðurna, sem afla þeirra, í þessu landi:4af banvænum sjúkdómi skulu þeir deyja; ekki harmaðir, ekki grafnir, skulu þeir verða að áburði landsins, fyrir sverði og hungri skulu þeir farast, og þeirra líkamir skulu verða að æti, himinsins fuglum, og merkurinnar dýrum.5Því svo segir Drottinn: þú skalt ekki ganga í sorgarhúsið, og far hvörgi til að kveina, og kenndu ei í brjósti um þá, því eg hefi tekið minn frið (farsæld) frá þessu fólki, náð og miskunn, segir Drottinn.6Og stórir og smáir munu deyja í þessu landi, þeir verða ei jarðaðir, ekki harmaðir, sakir þeirra rispa menn sig hvörki né hárreyta;7og ekki færa menn þeim (mat) sem eru í sorg, og ekki gefa menn þeim huggunarbikar eftir föður og móður(lát).8En gakk ei heldur í veisluhúsið, til að sitja hjá þeim, til að eta og drekka.
9Því svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: sjá! eg gjöri endir á þessum stað, og á meðan þér lifið, á gleðinnar raust og glaðværðar raust, og á brúðgumans raust og brúðurinnar raust.10Og þegar þú kunngjörir slíkt þessu fólki, og þeir segja við þig: hví talar Drottinn alla þessa miklu ógæfu móti oss, og hvör er vor misgjörð, og hvör vor synd, sem vér höfum syndgað móti Drottni vorum Guði?11Þá seg til þeirra: vegna þess að yðar feður yfirgáfu mig, segir Drottinn, og eltu aðra guði, og þjónuðu þeim, og tilbáðu þá, og yfirgáfu mig, og hlýddu ekki mínu lögmáli;12og þér breytið enn verr en yðar feður, og sjá! hvör og einn yðar lifir eftir þverúð síns vonda hjarta, og þér heyrið mér ekki.13Svo kasta eg yður burt úr landinu, inn í land sem þér ekki þekkið, hvörki þér né yðar feður, og þar getið þér þjónað öðrum guðum dag og nótt, þar eð eg enga miskunn vil yður veita.
14Sjá! þar fyrir, dagar koma, segir Drottinn, þá maður mun ekki framar segja „svo sannarlega sem Drottinn lifir, sem flutti Ísraelssyni úr Egyptalandi“,15heldur: svo sannarlega sem Drottinn lifir, sem flytur Ísraelssyni úr landinu norður frá, og úr öllum þeim löndum, hvört hann hrakti þá“, og eg flyt þá til baka í þeirra land, sem eg gaf þeirra feðrum.16Sjá! eg mun senda marga fiskimenn, segir Drottinn, þeir skulu fiska þá; og eftir það mun eg senda marga veiðimenn, sem skulu reka þá af sérhvörju fjalli, og af sérhvörri hæð, og úr bjargskorunum.17Því mín augu horfa á alla þeirra vegu, þeir eru ei huldir fyrir mér, og þeirra misgjörð felst ei fyrir mínum augum.18Fyrst mun eg launa þeirra a) tvöföldu misgjörð og synd, af því þeir vanhelguðu mitt land, og uppfylltu mína eign með líkum sinna viðbjóðslegu goða, og viðurstyggð.
19„Drottinn, minn styrkur og festa, og athvarf á neyðarinnar tíð! til þín munu þjóðirnar koma frá enda jarðarinnar, og segja: lygar b) einar hafa vorir feður látið oss fá í arf, hégóma, engin hjálp er hjá þeim.20Á maðurinn að gjöra sér guði, sem þó ekki eru guðir“?21Sjá! þar fyrir, gjöri eg þeim nú kunna, já, eg gjöri þeim kunna mína hönd og mitt veldi, svo þeir viðurkenni, að mitt nafn (er) Drottinn.

V. 18. a. Aðr: tvöfaldlega launa. V. 19. b. Falska guði.