Sama tala.

1Já! fyrir þessum skelfist mitt hjarta og stökkur upp úr sínum stað.2Heyrið! heyrið! dun hans raddar, og hvört buldur útgengur af hans munni!3Undir öllum himninum lætur hann hana fara áfram, og hennar eld (ljós) til jarðarinnar enda.4Strax þar eftir öskrar hans raust, hann þrumar með háum róm, og hann dregur ekki af honum; lætur sína raust heyrast.5Guð þrumar undrunarlega með sinni raust, hann gjörir mikla hluti og vér skynjum þá ekki.6Því hann býður snjónum, og segir: þú skalt falla á jörðina! og steypiskúrum og hryðjum, að úthellast af öllum mætti.7Hann innsiglar a) hvörs manns hönd, að allir menn sem hann gjörði, skuli þekkja hann.8Og villudýrin verða að fara í sínar holur, og vera í sínum bælum.9Frá suðri kemur stormviðrið, og norðan að kuldinn.10Af Guðs Anda kemur ísinn, svo þrengir að vatnsins breidd.11Aftur burtrekur hreinviðrið þokuna, hann tvístrar skýjunum með sínum eldi.12Og hann snýr sér í allar áttir, til að fullgjöra allt hvað hann (Guð) býður á jarðarkringlunni.13Hvört sem það skeður til hegningar, eða landinu til góðs, ellegar af náð, lætur hann (eldinguna) niður slá.14Taktu eftir þessu, Job! stansaðu þig, og gef þú gaum að Guðs dásemdum.15Veistu nær Guð snýr sinni hugsan til þeirra, nær hann lætur eldinguna skína frá sínu skýi?16Hefir þú vit á skýjanna vigt, þessum dásemdum hans, sem er fullkominn í vísdómi?17Eða hvörnig þín klæði verða heit, þegar hann gjörir lygnt suður í landinu?18Hefir þú útþanið skýin með honum, föst, eins og steyptan spegil?19Kenndu oss hvað vér eigum að segja við hann, því vér getum ei reglulega ímyndað oss neitt vegna dimmu.20Mun honum verða sagt frá að eg tali? ætla nokkur geti talað við hann? nei! sá mætti verða uppsvelgdur.21Nú sér maðurinn ekki það ljós sem skín í skýjunum; en þegar veðrið fer áfram, svo hreinsar það þau.22Norðan að kemur gullglampinn, (norðurljósið) óttaleg er Guðs hátign.23Hann er sá almáttugi; vér finnum hann ekki, hann er mjög sterkur, réttlátur og sannsýnn; hann undirþrykkir ekki.24Þar fyrir skulu menn óttast hann, en jafnvel hinir vísustu ekki sjá hann.

V. 7. Innsiglar, þ. e. hindrar frá vinnu, með óveðri.