Ýmislegar upphvatningar, sem endast með þeim tilmælum: að söfnuðurinn vilji biðja fyrir höfundinum. Fyrirbænir. Sagt frá Tímóteusar lausn; heilsað og beðið að heilsa; árnað góðs.

1Haldið stöðugum bróðurkærleika.2Gleymið ekki gestrisninni, því vegna hennar hafa nokkrir sér óafvitandi hýst englana.3Minnist bandingjanna, sem væru þér þeirra sambandingjar og þeirra, er illt líða, svo sem þeir, er sjálfir búa í líkama þessum.4Hjúskapurinn skal heiðurlegur haldinn vera hjá öllum og hjónasængin óflekkuð, því frillulífismenn og hórkarla mun Guð straffa.5Sýnið enga fégirni í yðar hegðun, heldur skal látið yður nægjast það þér hafið, því Guð sjálfur hefir sagt: eg skal ekki sleppa þér né yfirgefa þig,6svo vér megum öruggir segja: Drottinn er minn hjálpari og því skal eg ekki óttast, hvað geta mennirnir gjört mér?7Verið minnugir yðar lærifeðra, sem Guðs orð hafa til yðar talað, skoðið þeirra lífsafdrif og breytið eftir þeirra trúarstöðuglyndi.8Jesús Kristur er í dag og á morgun og að eilífu einn og hinn sami.9Látið yður ekki afvegaleiða af ýmislegum og annarlegum lærdómum, því það er gott að styrkja hjarta sitt við Krists náðarlærdóm, en ekki við nautnarreglur Gyðinga, sem ekkert stoða þá, sem eftir þeim ganga.10Vér höfum eitt altari, af hvörs fórnum þeir ekki hafa rétt að eta, er tjaldbúðinni þjóna.11Því blóð þeirra dýra, sem til syndahreinsunar er af enum ypparsta presti borið inn í það heilaga, þeirra hræ eru brennd fyrir utan herbúðirnar.12Þess vegna leið Jesús utan borgarhliða, að hann helgaði lýðinn með sínu blóði.13Göngum því til hans út fyrir herbúðirnar, berandi hans vanvirðu;14því vér höfum hér ekki varanlegan samastað, heldur leitum vér annars tilkomanda.15Látum oss því ætíð fyrir hans flutning frambera fyrir Guðs lofgjörðaroffur, það er: ávöxt vara vorra, er viðurkenna hans nafn.16Gleymið ekki velgjörðaseminni og greiðvikninni, því slíkar fórnir eru Guði þakknæmilegar.17Hlýðið yðrum kennifeðrum og verið þeim eftirlátir, því þeir vaka yfir yðar sálum, svo sem þeir, er reikningskap standa skulu, svo þeir gjöri það með gleði, en ekki með andvörpum, því þér hafið ekki gott af því.18Biðjið fyrir oss, því vér erum oss þess fullkomlega meðvitandi, að vér höfum góða samvisku og viljum breyta vel í öllum greinum.19En því heldur bið eg yður þessa, að eg þess fyrr geti skilast við yður aftur.
20En Guð friðarins, er uppvakti af dauða Drottin vorn Jesúm Krist hinn mikla hirðir sauðanna fyrir blóð þess eilífa sáttmála,21hann fullkomni yður í öllu góðu verki, til að gjöra hans vilja, hann, sem fyrir Jesúm Krist í yður verkar, það honum er þóknanlegt; honum sé dýrð um aldir alda, Amen!
22Eg bið yður, bræður! að þér látið yður ekki mínar upphvatningar leiðast, því fáort skrifaði eg yður.23Eg læt yður vita, að bróðir vor Tímóteus hefir fengið lausn, ásamt með hvörjum eg ætla að sjá yður, komi hann bráðum.24Heilsið öllum yðar leiðtogum og öllum heilögum.25Þeir frá Ítalíu heilsa yður. Náð sé með öllum yður, Amen!

V. 1. Róm. 12,10. 1 Pét. 1,22. V. 2. Róm. 12,13. 1 Pét. 4,9. 1 Mós. b. 18,3. 19,2.3. V. 3. Matt. 25,36. Róm. 12,15. Kól. 4,18. V. 4. 1 Kor. 6,9.10. V. 5. 5 Mós. b. 16,9. 1 Tím. 6,9.10. Orðskv. b. 15,16. Matt. 6,25.34. Fil. 4,11. 1 Tím. 6,6. 5 Mós. 31,6.8. Jós. 1,5. V. 6. Sálm. 56,5.12. V. 7. v. 17. 1 Kor. 4,16. 11,1. V. 8. Sálm. 2,9. Opinb. b. 1,18. V. 9. Jer. 29,8. Matt. 24,4. Róm. 16,17. Ef. 4,14. 5,6. fl. Jóh. 6,27. Róm. 14,17. V. 11. 3 Mós. b. 4,5.12.21. 2 Mós. b. 29,14. V. 12. Jóh. 19,17. V. 14. Sálm. 39,13. Mikk. 2,10. Fil. 3,20. 1 Pét. 2,11. fl. V. 15. 3 Mós. b. 7,12. Sálm. 50,23. 51,19. 1 Pét. 2,5. Opinb. b. 1,6. V. 16. 2 Kor. 9,12. Fil. 4,18. V. 17. Fil. 2,29. 1 Tess. 5,12. 1 Pét. 5,5. Esa. 33,2.8. V. 18. Ef. 6,18.19. 2 Kor. 1,12. V. 20. Post. gb. 2,24. Esa. 40,11. Esek. 34,23. Sakk. 9,11. Jóh. 10,11. V. 21. 2 Kor. 3,5. Fil. 2,13. 2 Tím. 4,18. V. 25. Tít. 3,15.