Lukkuóskir konunginum.

1Fyrir Salómon eða: af Salómon.2Guð! gef konunginum þína dóma, og kóngsins syni þitt réttlæti!3Láttu fjöllin og hæðirnar færa frið fólkinu fyrir réttlætið.4Hann mun útvega þeim aumu rétt, meðal fólksins, hann mun frelsa börn hins fátæka og sundurmerja ofbeldismanninn;5Menn munu óttast þig svo lengi sem sólin skín, og tunglið er til, frá kyni til kyns,6hann mun niðurkoma sem dögg yfir slegna velli, sem dropar, er væta jörðina.7Á hans dögum mun sá réttláti blómgast, og mikill friður (vera) þangað til tunglið er ei meir.8Hann mun ríkja frá hafi til hafs, og frá ánni til landsins enda.9Honum skulu þeir lúta sem búa í eyðimörkinni, og hans óvinir munu duftið sleikja.10Kóngarnir í Tarsis og Syonum, munu koma með gáfur, kóngarnir af Seba og Sebóa munu frambera skenki,11já, allir kóngar munu honum lúta, allar þjóðir honum þjóna.12Því hann frelsar hinn fátæka sem kallar eftir hjálp, og þann auma sem hefir engan hjálpar mann.13Hann mun vægja lítilmagnanum og þeim volaða, og bjarga lífi hinna snauðu,14frá vélum og ofríki mun hann frelsa þeirra sálir, og honum mun vera dýrmætt þeirra blóð.15Og hann skal lifa, og menn skulu gefa honum gull frá Sabea, og biðja ætíð fyrir honum, vegsama hann daglega.16Kornið mun standa þétt í landinu, á fjallatindum, í ávöxtunum mun hvína sem í Líbanonskógi, og menn í stöðunum uppvaxa sem gras sprettur upp af jörðu.17Hans nafn skal verða eilíft, svo lengi sem sólin skín mun hans nafn ná til eftirkomendanna, fyrir hann munu allar þjóðir blessast og prísa hann sælan.
18Lofaður veri Guð, Drottinn Ísraels Guð! hann sem einn gjörir dásemdarverkin,19og lofað sé nafn hans dýrðar að eilífu. Öll jörðin fyllist af hans dýrð, Amen, já, amen.
20Endir Davíðs, Isaísonar, bæna.