Löngun til musterisins.

1Til hljóðfærameistarans. Undirvísun fyrir Koras börn.2Eins og hjörturinn kallar eftir rennandi vatni, svo kallar mín sál, Guð! til þín,3mína sál þyrstir eftir Guði, eftir þeim lifanda Guði, nær mun eg koma, að eg sjái Guðs auglit.4Minn grátur er mín fæða dag og nótt, af því daglega er við mig sagt: hvar er þinn Guð?5Þegar eg hugsa til þess, þá úthellir mitt hjarta sér í tárum, hvörnig eg ferðaðist með þessum hóp, og gekk með þeim til Guðs húss, með fagnaðarópi og lofsöng, meðal þess fjölda, sem hélt hátíðina.6Hvar fyrir ertu svo niðurbeygð mín sál, og svo óróleg í mér? bíð þú eftir Guði, því enn nú mun eg þakka honum, því frá honum kemur hjálpræðið.7Ó Guð! mín sál er niðurbeygð í mér, af því eg minnist þín frá Jórdanslandi og frá Hermon, því litla fjalli.8Eitt flóð kallar annað, með dunum þinna fossa allar þínar öldur og bylgjur steypast yfir mig.9(Áður) á daginn veitti Drottinn mér sína miskunn, og á nóttunni var hans lofsöngur hjá mér, bæn til Guðs míns lífs.10Nú segi eg við Guð: mitt bjarg! hví hefir þú gleymt mér? hví verð eg að ganga í sorgarbúningi þá óvinurinn að mér þrengir?11Mínir óvinir smána mig, svo að mín bein merjast, með því að segja iðuglega við mig: hvar er þinn Guð?12Hvar fyrir ertu svo niðurbeygð mín sál og svo angurvær. Bíð þú Guðs! því eg mun honum enn nú þakkir gjöra, mínum frelsara og mínum Guði.