Jesú smurning; innreið til Jerúsalem; Grikkjar vilja sjá hann.

1En sex dögum fyrir páska kom Jesús til Bethaníu, hvar Lasarus var, sá, sem hafði dáið og sem Jesús hafði vakið upp frá dauðum.2Þá gjörðu þeir honum þar kvöldverð og Marta gekk fyrir borðum, en Lasarus var einn af þeim, sem sátu til borðs með honum.3Þá tók María pund af ómenguðum og dýrmætum nardussmyrslum og smurði Jesú fætur og þerraði með sínum hárlokkum fætur hans, en húsið fylltist af ilm smyrslanna.4Þá sagði einn af hans lærisveinum, Júdas Símonsson frá Karíot, sem síðan sveik hann:5hví eru þessi smyrsli ekki seld fyrir þrjú hundruð peninga og gefin fátækum.6En þetta sagði hann ekki af því honum væri annt um fátæka, heldur af því að hann var þjófur—hann hafði fépyngjuna og bar það, sem í hana var lagt.7Þá sagði Jesús: láttu hana vera! þetta hefur hún geymt til míns greftrunardags;8því að fátæka hafið þér ætíð hjá yður, en mig ekki.
9Nú fékk mikill fjöldi af Gyðingum að vita að hann væri þar, og þeir komu ekki einungis vegna Jesú, heldur og til að sjá Lasarus, hvörn hann hafði uppvakið frá dauðum.10En æðstu prestarnir ráðguðust um að deyða Lasarus;11því hans vegna fóru þangað margir Gyðingar og trúðu á Jesúm.12Daginn eftir, þegar sá mikli fjöldi, sem kominn var til hátíðarinnar, heyrði að Jesús kæmi til Jerúsalem,13tóku þeir pálmaviðargreinir og gengu á móti honum og hrópuðu: Hósanna! blessaður sé sá, sem kemur í nafni Drottins, Ísraelskonungurinn!14En Jesús fékk sér ungann asna og settist upp á hann, eins og skrifað er:15„óttast ekki, Síons dóttir! sjá! þinn konungur kemur ríðandi á ösnu fola.“16Þetta skildu ekki hans lærisveinar í fyrstunni, heldur minntust þeir þess, þá Jesús var vegsamlegur orðinn, að þetta var skrifað um hann og að þetta höfðu þeir við hann gjört.17En fólksfjöldinn, sem með honum var, vitnaði að hann hefði kallað Lasarus úr gröfinni og uppvakið hann frá dauðum.18Vegna þess gekk og múgurinn honum á móti, því menn höfðu heyrt að hann hefði gjört þetta jarteikn.19Þá sögðu farísearnir hvör við annan: þér sjáið að þér komið engu til vegar. Sjá! allur lýðurinn hleypur eftir honum.
20En þar voru nokkrir Grikkjar af þeim, sem komnir voru til að biðjast fyrir á hátíðinni;21þessir gengu til Filippusar, sem var frá Betsaída í Galíleu og báðu hann og sögðu: Herra! vér viljum sjá Jesúm.22Filippus fór og sagði Andrési, en Andrés og Filippus sögðu aftur Jesú.23En Jesús svaraði þeim og sagði: tíminn er kominn að Mannsins Sonur vegsamist.24Sannlega, segi eg yður: deyi ekki hveitikornið, sem fellur í jörðina, verður það ófrjóvsamt, en deyi það, ber það mikinn ávöxt.25Sá, sem elskar sitt líf, hann mun missa það, og sá sem metur lítils sitt líf í þessum heimi, hann mun varðveita það til eilífs lífs.26Ef nokkur þjónar mér, sá fylgi mér og hvar sem eg er, þar mun og minn þjón vera, og þann, sem mér þjónar, mun Faðirinn heiðra.27Nú er sál mín óróleg og hvað skal eg segja? Faðir! frelsa þú mig frá þessari mæðustundu, en til þess em eg kominn, að þessi stund komi yfir mig.28Faðir! gjör nafn þitt vegsamlegt. Þá kom rödd af himni: eg hefi gjört það vegsamlegt og mun aftur gjöra það vegsamlegt.29Þá sagði fólkið, sem stóð og heyrði: þar gekk þruma. Aðrir sögðu: engill talaði við hann.30En Jesús svaraði og sagði: ekki mín heldur yðar vegna skeði rödd þessi.31Nú gengur dómur yfir þennan heim, nú mun höfðingi þessa heims verða útrekinn,32og þegar eg verð hafinn frá jörðu, mun eg draga alla til mín.33En þetta sagði hann til að benda til hvaða dauðdaga hann mundi deyja.34Mannfjöldinn svaraði honum: vér höfum heyrt í Ritningunni, að Kristur verði til eilífðar og hvörninn segir þú þá, að Mannsins Sonur eigi að verða hafinn upp? hvör er sá Mannsins Sonur?35Þá sagði Jesús til þeirra: stutta stund verður ljósið hér eftir meðal yðar; gangið meðan þér hafið ljósið, svo myrkrið yfirfalli yður ekki; sá, sem gengur í myrkri, veit ekki hvört hann gengur.36Trúið á ljósið, meðan þér hafið ljósið, svo að þér verðið ljóssins synir. Þetta talaði Jesús og fór burt og fól sig fyrir þeim.37En þótt hann hefði gjört svo mörg teikn fyrir þeirra augum, trúðu þeir ekki á hann;38svo að þau orð Esajasar spámanns rættust, sem hann hafði talað: „Drottinn! hvör trúir vorri prédikun og hvörjum verður sýnilegur Drottins armleggur?“39Þess vegna gátu þeir ekki trúað, því Esajas segir á öðrum stað:40„hann hefir blindað þeirra augu og forhert þeirra hjörtu, svo þeir sjái ekki með augunum og skilji ekki með hjartanu og umvendi sér, svo að eg geti læknað þá.“41Þetta sagði Esajas af því hann sá hans dýrð og talaði um hann.42En þó trúðu margir einnig af höfðingjunum á hann, en vegna faríseanna meðkenndust þeir það ekki, svo þeir yrðu ekki samkundurækir;43því þeir elskuðu heiður af mönnum meira en heiður af Guði.44En Jesús kallaði og sagði: sá, sem trúir á mig, hann trúir ekki á mig, heldur á þann, sem mig sendi,45og sá, sem sér mig, hann sér þann, sem mig sendi.46Eg kom ljós í heiminn, svo að hvör, sem á mig trúir, sé ekki í myrkrinu;47og þó einhvör heyri mín orð og trúi ekki, þá dæmi eg hann samt ekki, því eg em ekki kominn til að dæma, heldur til að frelsa heiminn.48Sá, sem forsmáir mig og meðtekur ekki mín orð, hefir þann, sem dæmir hann; það orðið, sem eg hefi talað, mun dæma hann á efsta degi;49því eg hefi ekki talað af sjálfum mér, heldur hefir Faðirinn, sem mig sendi, gefið mér boðorð um það, hvað eg skyldi segja, og hvað eg skyldi tala.50Og eg veit að hans boðorð er eilíft líf; það, sem eg þar fyrir tala, það tala eg eins og Faðirinn hefir mér sagt.

V. 13. Matt. 21,9. V. 15. Es. 62,6–11. Sakk. 9,9. V. 16. Vegsamlegur, þ. e. uppstiginn til himna. V. 25. Matt. 10,39. V. 32. Kap. 3,14. V. 34. 2 Sam. 7,13. Dan. 7,13. Dan. 7,14.27. V. 38. Es. 53,1. V. 40. Es. 6,10. Matt. 13,14. V. 41. Es. 6,1 og fylgjandi.