Harmakvein þess guðhrædda sem líður.

1Eg em sá maður, sem sá eymdina (hlaut að kenna á eymdinni) af hans grimmdarsvipu.2Hann rak mig, svo eg gekk í myrkri (hryggð) en ekki ljósi (gleði).3Já, hann beitir hendi sinni hvað eftir annað móti mér daglega.4Hann lét af mér tálgast hold og húð, og muldi bein mín.5Hann króaði mig inni, og umkringdi mig með beiskju og mæðu.6Hann lét mig gista í myrkrabælum, eins og þá, sem dánir eru fyrir löngu.7Hann hlóð girðing kringum mig, svo eg gat ekki komist út, hann lagði á mig þungar koparviðjur.8Jafnvel þó eg hrópaði og æpti um hjálp, þá lokaði hann fyrir bæn minni.9Hann girti fyrir vegi mína með höggnum steinum, og umhverfði sporum mínum.10Hann var mér eins og björn, sem liggur í launsátri, eins og ljón í leynibæli.11Hann lét leiðir mínar liggja afvega, hann sleit mig í sundur, og gjörði út af við mig.12Hann spennti boga sinn, og setti mig eins og skotmál fyrir örina.13Hann hæfði nýru mín með sonum síns örvamælis (örvunum).14Eg er orðinn að athlægisefni allri minni þjóð, að daglegri háðvísu þeirra.15Hann saddi mig á bitrum urtum, og gjörði mig drukkinn af malurt.16Hann lét mig mylja tennur mínar á sandsteinum (sendnu brauði), og kæfði mig með ösku.17Þú hefir svipt sál mína friði, eg hefi gleymt því góða.18Eg segi: horfið er traust mitt og von frá Drottni (Drottinn hefir svipt mig trausti og von).19Minnstú eymdar minnar, og ofsókna (sem eg líð), malurtarinnar og eiturjurtarinnar!
20Sál mín hugsar iðuglega um þetta, og er niðurbeygð (mædd) í mér.21Eg svara hjarta mínu (sjálfum mér) aftur þessu, og þess vegna þreyi eg vongóður:22Það er náð Drottins, að vér erum ekki afmáðir, því hans miskunnsemi þrýtur aldrei;23hún er ný á hvörjum morgni; mikil er þín trúfesti.24Drottinn er mín hlutdeild, segir sál mín, þar fyrir skal eg vona á hann.25Drottinn er góður þeim sem bíða hans (treysta honum) og þeirri sál (þeim manni) sem leitar hans.26Sæll er sá, sem þolgóður bíður eftir liðveislu Drottins.27Það er manninum hollt, að bera okið í æsku sinni.28Hann sitji einmana og þegjandi, þegar hann (Drottinn) leggur það á hann.29Hann stingi munni sínum í duftið (auðmýki sig), (og hugsi): „kannske enn sé einhvör von“.30Hann bjóði þeim vangann, sem slær hann, og mettist af vanvirðu.
31Því ekki útskúfar Drottinn ævinlega;32því þó hann hrelli, þá miskunnar hann aftur eftir sinni miklu náð;33því ekki hefir hann yndi af, að þjá og hrella mannanna börn.34Ef einhvör fótum træði alla fanga á jörðunni;35ef einhvör hallaði rétti manns fyrir augliti hins hæsta;36ef einhvör rangfærði annars manns réttarmál—sæi þá Drottinn það ekki?37Hvör er sá sem segi: þetta skeði, Drottinn hafði þó ekki skipað það? a)38Útgengur ekki af munni (skeður ekki að boði) hins hæsta bæði illt og gott?
39Yfir hvörju andvarpar maðurinn meðan hann lifir? sérhvör yfir sínu syndastraffi.40Látum oss kanna og rannsaka breytni vora, og snúa oss til Drottins!41Látum oss hefja hjörtu vor, auk handanna, til Guðs á himnum!42Vér höfum syndgast, og verið þverbrotnir; þú fyrirgafst ekki.43Þú fólst þig í reiði, og ofsóttir oss; þú deyddir og þyrmdir ekki.44Þú byrgðir þig í skýi, sem bænin komst ekki í gegnum.45Þú gjörðir oss að afhraki og viðbjóð meðal þjóðanna.46Allir vorir óvinir glenna upp ginið yfir oss.47Skelfing og gröf (dauðans hætta) kom yfir oss, eyðilegging og ófarir.
48Vatns(tára)lækir streyma af augum mér, út af óförum þjóðar minnar b).49Augu mín fljóta (í tárum) og hvílast ekki, því ekkert hlé er á;50þangað til Drottinn lítur ofan af himnum, og skoðar.51Auga mitt kvelur (með grátinum) sál mína (mig) vegna allra dætra borgar minnar.52Óvinir mínir elta mig ákaflega, eins og fugl, án saka.53Þeir ætluðu að gjöra út af við mig í gryfju, og köstuðu steini ofan á mig.54Vatnið gekk yfir höfuðið á mér, eg sagði (hugsaði): nú er útgjört um mig!55Þá ákallaði eg nafn Drottins! úr enni djúpu gryfju.56Þú heyrðir raust mína; byrgðu nú ekki eyru þín fyrir bæna hrópi mínu um vægð.57Þú varst nálægur á þeim degi, er eg ákallaði þig, þú sagðir: óttastu ekki!58Þú varðir, Drottinn! mál mitt, og bjargaðir lífi mínu.59Þú sér (nú einnin) Drottinn! undirokunina sem eg líð, dæm þú mér rétt minn!60Þú sér alla þeirra hefndargirni, og allt ráðabrugg þeirra gegn mér.61Þú heyrir, Drottinn! háðungar þeirra yfir mér;62umræður óvina minna, og daglegar ráðagjörðir þeirra, viðvíkjandi mér.63Hvört sem þeir sitja eður standa—gef þú því gaum!—þá er eg háðvísa þeirra.64Endurgjald þú þeim, Drottinn! samkvæmt handaverkum þeirra (eftir því sem þeir hafa unnið til).65Veittu þeim hjartans forherðingu! bölvan þín hvíli yfir þeim!66Ofsæktu þá í bræði, og afmá þú þá, svo þeir séu ekki til undir himni Drottins!

V. 37. a. Aðrir: hvör er sá, sem talaði, og það skeði (rættist) ef Drottinn skipaði ekki? V. 48. b. Á hebr. „dóttur míns fólks“.