Lofgjörð Drottins.

1Lofið Guð! lofið þér Drottins þénarar! lofið Drottins nafn!2Lofað sé nafnið Drottins, héðan í frá og að eilífu.3Í frá sólarinnar uppgöngu og allt til hennar niðurgöngu sé nafnið Drottins vegsamað.4Drottinn er upphafinn yfir allar þjóðir, yfir himnana hans dýrð.5Hvör er sem Drottinn vor Guð, sem býr hátt,6sem lítur lágt á himnana og á jörðina,7sem upphefur þann auðvirðilega úr duftinu, og upplyftir þeim fátæka úr saurnum,8til að setja hann hjá furstunum, hjá furstum síns fólks9sem lætur þá ófrjóvsömu búa í húsinu, sem glaða barnamóður. Lofið Drottin!