Salómons embættismenn, vegsemd og viska.

1Og svo var konungurinn Salómon, konungur yfir öllum Ísrael.2En þetta eru þeir höfðingjar sem hann hafði: Asaria sonur Sadoks prests,3Elihoref og Ahíja Sifassynir, voru skrifarar; Jósafat sonur Ahiluds var sagnameistari.4Og Benaja sonur Jójada var yfir hernum, og Sadok og Abíatar voru prestar.5Og Asaría sonur Natans var yfir embættismönnunum, og Sabud, sonur Natans, prestur, vinur kóngsins;6Og Ahísar var yfir (kóngs)húsinu og Adoníram Addasson, rentumeistari.
7Og Salómon hafði 12 lénsmenn yfir öllum Ísrael, og þeir forsorguðu kónginn og hans hús, hvör þeirra átti að forsorga (hann) einn mánuð í árinu.8En þetta eru þeirra nöfn: sonur Húrs í Efraimsfjöllum.9Sonur Dekers í Makas og Saalbim og Bet-Semes, og Elon og Bet-Hanan;10Sonur Heseds í Arubot, honum tilheyrði Sokó og allt héraðið Hefer;11Sonur Abínadabs hafði allt héraðið Dór (Tafit dóttir Salómons var kona hans).12Baena, sonur Ahiluds í Taenak og Megiddó og öllu Bet-Seban b) sem liggur hjá Sartan, fyrir neðan Jesreel; frá Bet-Sean til Abel-Mehola, allt til Jakmeam hinumegin.13Sonur Gebers var í Ramot í Gíleað, honum tilheyrðu þorp Jairs, sonar Manassis, í Gíleað, og spildan Argob í Basan, sextíu stórir staðir með múrveggjum og slagbröndum af eiri.14Ahinadab, sonur Iddós, í Mahanaim c).15Ahimas í Naftali (hann tók líka Basmat, dóttur Salómons, sér fyrir konu).16Baena, sonur Husaí í Aser og í Alot;17Jósafat sonur Farus í Ísaskar.18Símei sonur Elas í Benjamín.19Geber sonur Uri í Gíleað í landi Síhons Amorítakóngs, og Ogs kóngsins í Basan; einn var lénsmaður í því landi.20Og Júda og Ísraelsmenn voru margir að fjölda sem sandur í sjó a). Þeir átu og drukku og voru glaðir.
21Og Salómon drottnaði yfir öllum kóngsríkjum frá ánni b), (allt til) Filistealands, og allt til Egyptalands landamerkja, þeir færðu honum gáfur og voru Salómoni undirgefnir alla hans lífdaga.22Og Salómon hafði daglega til matar 30 kor (mælira c) hveitimjöls, og 60 mælira annars mjöls,23og 10 alda uxa og 20 haggengna uxa, og hundrað sauði, fyrir utan hirti, rádýr og steingeitur og alda fugla;24því hann hafði allt landið undir, þessumegin árinnar, frá Tiffa til Gasa, vald yfir öllum kóngum þessumegin árinnar, og hann hafði frið á allar hliðar allt um kring.25Og Júda og Ísrael bjó óhultur, hvör undir sínu víntré og undir sínu fíkjutré d) frá Dan til Bersaba, meðan Salómon lifði.26Og Salómon hafði 40 þúsund vagnhesta og 12 þúsund ríðandi menn.27Og lénsmennirnir létu til vistir handa Salómon og öllum sem við hans borð sátu, hvör í sínum mánuði; þeir létu ekkert skorta.28Og bygg og hey fyrir hestana og úlfaldana fluttu þeir þangað sem hann var, hvör eftir sinni röð.29Og Guð gaf Salómoni, speki og skilning mjög mikinn, og margfalda þekkingu, eins og sandur er margur á sjávarströnd.30Og Salómons speki var meiri enn speki allra Austurlandasona, og (meiri en) öll Egyptalands speki.31Og hann var öllum mönnum vitrari, (hann var) vitrari en Etan e), Esrahíti, og Heman og Kalkol og Darda, synir Mahols; og hans nafn var víðfrægt meðal allra þjóða allt um kring.32Og Salómon talaði 3 þúsund orðskviðu, og hans vísur voru þúsund og fimm.33Og hann talaði um trén, frá sedrustrénu á Líbanon, til ísópsins sem sprettur á vegg, og hann talaði um fénaðinn og fuglana og orminn og fiskana.34Og menn komu af öllum þjóðum að heyra Salómons speki, og af öllum kóngum jarðarinnar, sem heyrðu hans speki getið.

V. 12. b. Jós. 17,11. V. 13. 1 Kron. 2,23. V. 14. c. Gen. 32,2. V. 20. a. Kap. 3,8. Gen. 13,16. Núm. 23,10. V. 21. b. ɔ: Frat Sbr. v. 24. Gen. 15,18. V. 22. c. Ezech. 45,14. aðrir: tunnur. V. 25. d. 2 Kóng. 18,31. Sakk. 3,10. V. 26. Sbr. 2 Kron. 9,25. V. 31. e. 1 Kron. 2,6.