Páll hrindir brigslum mótstöðumannanna, er sögðu að hann væri í nærveru lítillátur, en í fjærveru stoltur og myndugur.

1Eg hinn sami Páll, sem sagður er lítillátur í nálægð, en myndugur í fjærlægð, áminni yður með blíðlyndi og hógværð Krists.2Eg bið yður að láta mig ekki nálægan þurfa að beita þeim myndugleika, sem eg hefi ásett mér að beita við nokkra, sem halda að vér göngum eftir holdinu.3Vér göngum að sönnu í holdinu, en vér stríðum þó ekki eftir holdinu;4því vopn vorrar herfarar eru ekki holdleg, heldur fyrir Guðs hjálp kröftug til að niðurbrjóta hervirkin a);5vér ónýtum vélabrögð og hvörja hæð, sem hefur sig upp á móti Guðs þekkingu og hertökum hvörja hugsun gegn Krists hlýðni6og erum reiðubúnir að refsa alls konar óhlýðni þegar yðar hlýðni er orðin fullkomin.7Lítið þér á hið ytra? ef nokkur er um það með sjálfum sér viss, að hann er Krists, hann ráði aftur þar af, að eins og hann er Krists, svo erum vér og einnig.8Já, þó eg vildi enn fremur stæra mig af makt þeirri, er Drottinn hefir oss gefið yður til uppbyggingar, en ekki til tjóns, þá mundi eg ekki þar fyrir verða til skammar.9En svo að ekki skuli það sýnast, sem eg vilji hræða yður með bréfunum;10(því bréfin, segja menn, eru þung og kröftug, en nærvera líkamans veik og ræðan fyrirlitleg),11þá hugleiði þvílíkir, að eins og vér erum fjærverandi í bréfunum í orði, eins munum vér verða nærverandi í verki.12Ekki get eg fengið það af mér að telja mig með þeim eður samjafna mér við þá, sem gorta af sjálfum sér; en þessa, sem mæla sig sjálfa við sjálfa sig og bera sig saman við sjálfa sig, skortir skilning.13En vér stærum oss ekki af því, sem oss ekki er útmælt b), heldur af því, að vér, samkvæmt þeim takmörkum, sem oss eru af Guði útmæld, erum komnir allt til yðar.14Ekki teygjum vér oss út fyrir vor takmörk, svo sem þeir er ekki hafa til yðar komið, því að vér höfum sannarlega til yðar komið með Krists náðarboðskap.15Ekki stærum vér oss af því, sem oss er ekki útmælt, af annarra vinnu; en höfum þá von, að þegar trú yðar eflist, munum vér, með yðar aðstoð, enn víðfrægari verða innan oss fyrirsettra takmarka,16og geta boðað þeim náðarlærdóminn, sem búa hinumegin við yður; en ekki ætlum vér að hrósa oss í annarra umdæmi af því, sem áður er fullkomnað.17Sá, sem hrósar sér, hann hrósi sér í Drottni;18því ekki er sá, sem lofar sjálfan sig réttskikkaður, heldur sá, sem lofstír fær af Drottni.

V. 2. þ. e. hegðum oss eftir vorum holdligu girndum. V. 3. þ. e. erum breyskleika undirorpnir eins og aðrir menn. V. 4. a. þ. e. það sem er gegn Guðs vilja. Jer. 1,10. V. 7. 1 Kor. 14,37. þ. e. Krists sérlegur sendiboði. V. 8. Kap. 13,10. sbr. Matt. 16,19. V. 13. b. þ. e. vér stærum oss ekki af því að hafa boðað kristni víðar, enn vér höfum boðað hana. V. 17. þ. e. hrósi náð og aðstoð þeirri, sem Guð hefir veitt honum, sbr. Jer. 9,24. V. 18. sbr. Orðskv. b. 24,12.