Sjón um bókfell og mæliask útskýrð.

1Eg hóf upp aftur mín augu, og bar þá fyrir mig bókfell, sem var á flugi.2Hann sagði til mín: hvað sér þú? Eg svaraði: eg sé bókfell á flugi, tuttugu álna langt og tíu álna breitt.3Hann sagði til mín: þetta er sú bölvan, sem út gengur yfir gjörvallt landið: sérhvör, sem stelur, skal, eftir því sem stendur annarsvegar á skjalinu, verða upprættur úr landinu, og eftir því sem stendur hinsvegar, skal sérhvör, sem vinnur meinsæri, úr landinu upprættur verða.4Eg lét bölvanina út fara, segir Drottinn allsherjar, til þess hún komi inn í hús þjófsins, og inn í hús þess, sem sver ranglega við mitt nafn, og staðnæmist mitt í húsi þeirra og eyði því að viðum og veggjum.
5Síðan gekk sá engill fram, er við mig talaði, og sagði til mín: hef upp augu þín, og sjá, hvað þar fer!6Eg mælti: hvað er þetta? Hann svaraði: það er mælisáld, sem þar fer. Og enn mælti hann: þar má sjá, hvörnig allir innbúar landsins eru.7Þá lyftist upp blýstykki nokkurt, og sat þá kona nokkur niðri í sáldinu.8Þá mælti hann, „þetta er guðleysan“, og síðan kastaði hann henni mitt í sáldið, og varpaði blýhnúðnum ofan yfir opið.9Þar eftir hóf eg upp augu mín, og sá hvar tvær konur komu fram, og stóð vindur undir vængi þeim; því þær höfðu vængi, sem hegravængi, og hófu þær sáldið upp milli jarðar og himins.10Þá spurða eg engilinn, sem við mig talaði: hvört ætla þessar konur að fara með mælisáldið?11Hann svaraði mér: þær ætla að byggja henni hús í landinu Sínear b); þar skal hús verða byggt handa henni, og hún sett verða á sinn bólstað.

V. 11. b. Þ. e. í Babelslandi.