Sá kennimannlegi skrúði. Lokið tjaldbúðargjörðinni.

1Af dökkbláu ullinni, purpuranum og skarlatinu gjörðu þeir glitklæðin, til embættisgjörðar í helgidóminum; og bjuggu til þann helga skrúða handa Aroni, eins og Drottinn hafði boðið Móses.2Hann bjó til hökulinn af gulli, dökkblárri ull, purpura,skarlati, og hvítri viðarull tvinnaðri;3þeir beittu út gullið í þynnur, en hann skar þynnurnar í þræði, til að bregða þeim inn á milli bláa bandsins, purpurans, skarlatsins, og þeirrar hvítu viðarullar, eins og gjört er í myndavefnaði.4Þeir gjörðu axlarhlýrana við hökulinn, svo að þá mátti festa saman, og voru þeir tengdir saman á báðum endum.5Hökulbeltið, sem lá utan um hökulinn, var eins vandað, og af sama, af gulli, dökkblárri ull, purpura, skarlati og hvítri viðarull tvinnaðri, eins og Drottinn hafði boðið Móses.
6Þeir höfðu og við sardonyxsteina, sem felldir voru inn í umgjarðir af gulli, og grafin á þá með innsiglisgrefti nöfn Ísraelssona;7þessa steina, sem voru minnissteinar Ísraelsmanna, festi hann á axlarhlýra hökulsins, eins og Drottinn hafði boðið Móses.
8Hann bjó til brjóstskjöldinn með haglegum útvefnaði, og vandaði hann, eins og hökulinn, og gjörði hann úr gulli, dökkblárri ull, purpura, skarlati, og hvítri viðarull tvinnaðri.9Brjóstskjöldurinn var ferskeyttur, og gjörðu þeir hann tvöfaldan; hann var spannarlangur og spannarbreiður, og tvöfaldur.10Þeir felldu í hann fjórar steinaraðir; í einni röðinni var sardíus, tópas og smaragdus: það var fyrsta röðin;11í annarri röðinni karbunkúlus, saffírus, demant;12í þriðju röðinni ópal, agat, ametystus;13í fjórðu röð túrkos, sardonyx og jaspis; voru þeir felldir í gull, hvör í sinni umgjörð.14Á steinunum voru nöfn Ísraelssona, þeir voru 12, hvör með sínu nafni; þeir voru grafnir með innsiglisgrefti, og stóð sitt nafn á hvörjum þeirra eftir þeim 12 kynkvíslum.15Þeir gjörðu festar til brjóstskjaldarins af skíru gulli, þær voru snúnar, eins og fléttur;16þeir gjörðu og tvær umgjarðir af gulli og tvo gullhringa, og þessa tvo hringa settu þeir á tvö horn brjóstskjaldarins,18en festu báða enda beggja fléttanna við þær tvær umgjarðir og festu þær svo við axlarhlýra hökulsins hvörja gegnt annarri.19Þá gjörðu þeir enn tvo hringa af gulli, og festu þá í hin hornin á brjóstskildinum, innanvert í þá brúnina, sem að höklinum vissi.20Enn gjörðu þeir tvo gullhringa, og festu þá neðantil á báðum axlarhlýrum hökulsins hvörn gegnt öðrum, þar sem mættist hökull og hlýrar, fyrir ofan hökulbeltið;21knýttu síðan brjóstskjöldinn, með sínum hringum, við hökulhringana með dökkbláum ullardregli, svo brjóstskjöldurinn lægi fast við hökulbeltið og losnaði ekki við hökulinn, eins og Drottinn hafði boðið Móses.
22Síðan gjörði hann hökulkyrtilinn, hann var ofinn og allur úr dökkblárri ull;23á kyrtlinum var höfuðsmát, eins og á línbrynju, og borði kringum hálsmálið, að ekki skyldi rifna út úr.24Á kyrtilfaldinum gjörðu þeir granatepli af dökkbláu ullarbandi, purpura og skarlati tvinnuðu;25þeir gjörðu og bjöllur af skíru gulli, og festu bjöllurnar allt um kring millum granateplanna á kyrtilfaldinum,26svo að fyrst kom bjalla og granatepli, og svo aftur bjalla og granatepli allt um kring á kyrtilfaldinum; þetta skyldi hafa til embættisgjörðarinnar, eftir því sem Drottinn hafði boðið Móses.
27Þeir gjörðu og serki handa Aroni og sonum hans; þeir voru ofnir og úr hvítri viðarull;28sömuleiðis ennidúkinn af hvítri viðarull, og prýðilega höfuðdúka af hvítri viðarull, og línbrækur af hvítri viðarull tvinnaðri, dökkblárri ull, purpura og skarlati, eins og Drottinn hafði boðið Móses.
30Síðan gjörðu þeir spöngina á þeim helga dregli af skíru gulli, og grófu á hana með innsiglisgrefti þessi orð: Heilagt fyrir Drottni;31þeir festu við hana dökkbláan ullardregil, svo hana mætti láta upp á ennidúkinn, eins og Drottinn hafði boðið Móses.
32Nú var lokið öllu því er vinna þurfti að samkundutjaldbúðargjörðinni og höfðu Ísraelsmenn hagað öllu og gjört allt, eftir því sem Drottinn hafði boðið Móses.33Síðan fluttu þeir búðina til Mósis, tjaldbúnaðinn með öllu því sem honum fylgdi, krókana, borðviðinn, ásana, stoðirnar, pallana,34þakið sem tilbúið var af þeim rauðlituðu hrútaskinnum, selskinnaþakið, fortjaldsdúkana,35lögmálsörkina, með hennar ásum og arkarlokið,36borðið með öllum þess búnaði, og skoðunarbrauðin,37þann skínanda ljósahjálm með sínum lömpum, þeim lömpum sem í vissri röð skyldu uppsetjast (röðunarlömpunum), ásamt öllu sem hjálminum fylgdi, og viðsmjöri til lýsingar;38gullaltarið, smurningarviðsmjörið, ilmreykelsið, dyratjald búðarinnar,39eiraltarið, eirgrindina, sem því fylgdi, ása þess og öll áhöld, vatnskerið og þess stétt,40langtjöld forgarðsins, með hans súlum og pöllum, dyratjald forgarðsins, stög þau og nagla, sem þar til heyra, og öll þau áhöld, sem heyra til þjónustugjörðinni í samkundutjaldbúðinni;41glitklæði til embættisgjörðar í helgidóminum, vígsluklæði Arons kennimanns, og kennimannabúning sona hans;42höfðu Ísraelsmenn unnið að þessu verki í öllum greinum eftir því sem Drottinn hafði boðið Móses.43Móses leit yfir allt það, sem þeir höfðu af hendi leyst, og þegar hann sá, að þeir í alla staði höfðu gjört eins og Drottinn hafði fyrir lagt, þá blessaði hann þá.