Postulinn heilsar þeim kristnu í Rómaborg; vitnar um sína löngun að koma til þeirra og að boða þeim Krists lærdóm. Talar um heiðingjanna röngu guðsdýrkun, illt athæfi og verðskuldað dauðastraff.

1Páll, þjón Jesú Krists, kallaður til postula a), fráskilinn til (að boða) Guðs fagnaðarerindi,2hvörju hann hafði áður lofað b) fyrir spámenn sína í heilögum Ritningum,3um sinn Son, fæddan af c) sæði Davíðs eftir holdinu,4kröftulega auglýstan d) Guðs Son eftir anda heilagleikans, með upprisunni frá dauðum, Jesúm Krist vorn Drottin,5af hvörjum vér meðtekið höfum e) náð og postula dæmi, til þess hlýtt yrði trúnni, honum til dýrðar, meðal allra þjóða,6í hvörra tölu þér og svo eruð af Jesú Kristi kallaðir,7(óskar) öllum, sem eru í Róm, elskulegum Guðs f) kölluðum heilögum: Náð og friður af Guði vorum Föður og Drottni Jesú Kristí sé með yður.
8Fyrst g) þakka eg Guði mínum fyrir Jesúm Krist, allra yðar vegna, að yðar trú er kunn orðin um allan heiminn;9því að h) minn vottur er Guð, hvörjum eg þjóna með mínum anda, í (að boða) fagnaðarerindi hans Sonar, hvörsu eg án afláts minnist yðar;10jafnan í mínum bænum biðjandi, að eg ef Guð vill, einhvörn tíma fái gott færi, að koma til yðar i);11því að k) mig langar til að sjá yður, svo að eg meðdeili yður nokkra andlega gjöf, til þess, að þér styrkist;12það er: að hvör af oss hughreysti annan meðal yðar, með l) sameiginlegri trú, yðvarri og minni.13En eg vil ekki dylja fyrir yður, bræður! að eg m) oftsinnis ásetti eg mér að koma til yðar (en eg hefi hindraður verið allt til þessa) svo að eg gæti haft nokkurn ávöxt og svo meðal yðar, eins og meðal annarra þjóða.14Eg er í skuld við bæði gríska og ei gríska, bæði vitra a) og vankunnandi,15svo líka—hvað mig snertir fúslega—einnin við yður, sem eruð í Róm, að eg boði fagnaðarerindi,16þar eð eg b) skammast mín ekki fyrir Krists fagnaðareyrindið; því það er kraftur Guðs til sáluhjálpar sérhvörjum trúuðum, Gyðingi fyrst og grískum einnin;17því að réttlæti Guðs opinberast í því fagnaðareyrindi af trú til trúar c) svo sem skrifað er: en hinn réttláti af trú, mun lifa d).
18En reiði Guðs er opinberuð af himni yfir öllum óguðlegleika og óréttvísi manna, þeirra, sem sannleikanum með óréttvísi niðurþrykkja;19þar eð það, sem vitanlegt er um Guð, það e) er þeim augljóst, því að Guð hefir þeim það auglýst,20með því, að hans ósýnilegu eiginlegleikar, hans enn eilífi kraftur og guðdómur, frá veraldarinnar sköpun, skiljanlegir af verkunum, eru bersýnilegir, svo að mennirnir hafa enga afsökun;21því þótt þeir vissu af Guði, þá vegsömuðu þeir hann ekki, sem Guð, né voru þakklátir, heldur urðu hégómlegir í þeirra þönkum, og f) þeirra skilningslausa hjarta formyrkvaðist;22þá þeir g) þóttust vitrir vera, eru þeir heimskingjar orðnir,23og sneru dýrð ens ódauðlega Guðs í líkneski dauðlegs manns, fugla og ferfætlinga og skriðkvikinda;24þess vegna hefir Guð ofurselt þá þeirra hjartans girndum til saurlifnaðar, að þeir smánuðu sína líkami hvör á öðrum,25þeir skiptu um sannleika Guðs fyrir lygina h) og göfguðu og dýrkuðu skepnuna fram yfir Skaparann sem er blessaður um eilífðir, Amen! i)26Þar fyrir hefir Guð ofurselt þá svívirðilegri lostasemi, því að bæði umskipti þeirra kvenfólk náttúrlegri hegðun í ónáttúru27og líka hættu karlmennirnir náttúrlegum samförum við kvenfólkið, og brunnu af lostagirnd hvör til annars, svo karlmenn frömdu skömm með karlmönnum, og tóku svo út á sjálfum sér endurgjald það, sem maklegt var fyrir villu þeirra,28og svo sem þeir sinntu því ekki að hafa Guð þekktan, svo hefir Guð ofurselt þá fráleitu sinnislagi, svo að þeir gjöra það, sem er óhæfa,29eru fullir allrar óréttvísi, saurlífis, hrekkvísi, ágirndar, vonsku, fullir öfundar, víghugar, þrætugirni, svika, ósiðsemi;30eru kvissamir, bakmálugir, guðshatendur, háðgjarnir, drambsamir, sjálfhælnir, illt uppfinnandi, foreldrum óhlýðugir, samviskulausir,31tryggðrofar, ræktarlausir, ósáttgjarnir, ómiskunnsamir;32hvörjir, þótt þeir þekki Guðs réttdæmi, að þeir, sem þvílíkt gjöra, séu dauðaverðir, gjöra þeir það samt ei aðeins, heldur hafa og þóknun á þeim, sem það gjöra.

V. 1. a. Post. g. b. 9,15. 13,2. Gal. 1,15. 3 Mós. 20,26. V. 2. b. 1 Mós. b. 3,15. 22,18. 5 Mós. 18,15.18. 2 Sam. b. 7,12. f. Sálm. 22,23. f. 40,7. f. 132,11. Ef. 4,1. 7,14. 9,5.6. 11,1. o. s. frv. Jer. 23,5.6. o. s. frv. Esech. 34,23. Dan. 9,24. Míkk. 7,20. Post. g. b. 26,6. V. 3. c. 2 Sam. 7,12. Matt. 1,1. 2 Tím. 2,8. V. 4. d. Hebr. 1,5. 5,8. Post. g. b. 13,32. f. Jóh. 10,30. V. 5. e. kap. 12,3. 15,15. 1 Cor. 15,10. Ef. 3,8. 1 Tím. 2,7. Post. g. b. 9,15. 22,15.21. V. 7. f. 1 Kor. 1,2,3. V. 8. g. 1 Kor. 1,14. V. 10. i. 1 Tess. 3,10. V. 11. k. Kap. 15,23.29. Lúk. 22,32. 1 Tess. 3,2.13. 2 Tess. 2,17. V. 12. l. 2 Pét. 1,1. V. 13. m. 1 Tess. 2,18. V. 14. a. 1 Kor. 9,16. V. 16. b. 2 Tím. 1,8.12. V. 17. c. eða: réttlæti sem Guð veitir vegna trúar þeirra trúuðu, opinberast í því fagnaðareyrindi. Kap. 3,21.22. Phil. 3,9. d. Hab. 2,4. Gal. 3,11. Jóh. 3,36. V. 19. e. Post. g. b. 14,15. 17,24, f. V. 21. f. 5 Mós. 28,28. Ef. 4,17.18. V. 22. g. 1 Kor. 1,20. V. 23. V. 23. Spek. b. 11,16. 14,15. 5 Mós. b. 4,15. f. 2 Kóng. b. 17,16.29. Sálm. 106,20. Esa. 40,18. Jer. 2,8. V. 24. Sálm. 81,13. 2 Tess. 2,11.12. Es. 9,9.10. Post. g. b. 14,16. V. 25. h. Es. 44,20. Jer. 13,25. i. Kap. 9,5. V. 26. 3 Mós. 18,23. Ef. 5,11.12. V. 27. 3 Mós. 18,22. 20,13. 1 Kor. 6,9. V. 28. Sálm. 81,13.