S. Páls pistill til Rómverja
I.
Páll, þjón Jesú Christi, kallaður til að prédika Guðs evangelion, hverju hann hafði áður fyrirheitið fyrir sína spámenn í Heilagri ritningu af sínum syni hver að fæddur er af davíðs sæði eftir holdguninni en volduglega auglýstur sonur Guðs eftir andanum, sá er helgar fyrir upprisuna dauðra, sem er Jesús Christus vor Drottinn, fyrir hvern vér höfum meðtekið náð og postullegt embætti á meðal allra heiðinna þjóða trúarinnar hlýðni upp að rétta undir hans nafni af hverra tölu þér eruð sem kallaðir eruð í Christi Jesú. [
Öllum þeim Guðs elskulegum og kölluðum heilögum sem eru í Róm: [
Náð og friður af Guði vorum föður og Drottni Jesú Christo þá sé með yður. [
Fyrst gjöri eg að sönnu þakkir mínum Guði fyrir Jesúm Christum allra yðar vegna um það að yðar trú berst út um allan heim. [ Því að Guð er minn vottur (hverjum eg þjóna í mínum anda út í guðsspjöllum hans sonar) það í sífelli minnunst eg yðar og jafnan í mínum bænum bið eg þess það eg mætta einhverntíma, að Guðs vilja, hafa það lukkusprang að koma til yðar. Því að mig langar að sjá yður so að eg býtta yður nokkri andlegri gjöf yður til styrktar (það er) að eg mætta taka líka huggan yðra á milli fyrir yðra trú og mína sem vér höfum vor á millum.
En eg vil eigi dylja fyrir yður, bræður, það eg einsetta mér oft að koma til yðar (þó mér hafi bægt verið til þessa) so að eg hefða færa nokkurn ávöxt yðar á milli líka sem á meðal annarra þjóða. Því eg em skuldunautur bæði gírskra og ógírskra, spakra og óspakra, af því so mikið sem eg fornam em eg reiðubúinn til yður sem eruð í Róm að prédika evangelium.
Því að eg skammast mín eigi Krists evangelii því það er kraftur Guðs sem hjálplega gjörir alla þá sem þar á trúa, fyrst Gyðinga og Grikki. Af því að þar opinberast inni það réttlæti sem fyrir Guði dugir, hvert að kemur út af trúnni í trúna, so sem skrifað er: Sá réttláti mun af sinni trú lifa.
Því að Guðs reiði af himnum opinberast yfir allt ranglæti og óréttvísi manna þeir eð sannleikann afrækja í ranglætinu fyrir því það menn vita að Guð er, það er þeim opinbert því að Guð hefur þeim opinberað með því að Guðs ósýnilegir hlutir sjást, það er hans eilíft almætti og guðdómur, því það má merkjast af þeim verkum sem hann gjörir á heiminum hvern hann hefur skapað, so að þeir hafa öngva afsakan. [ Með því þeir vissu það að Guð er og hafa hann þó ei dýrkað so sem Guð né honum þakkir gjört heldur eru þeir í sínum hugrenningum að hégóma vornir og þeirra fávíst hjarta er formyrkvað. Því þá þeir héldu sig vísa vera eru þeir að þussum vorðnir og hafa umsnúið dýrð óforgengilegs Guðs í líkneskjur forgengilegra manna, fugla og ferfættra dýra og skriðkvikinda.
Af því hefur Guð yfirgefið þá í þeirra hjartans girndum og óhreinmennsku að þeir skömmuðu so sína líkami á sjálfum sér, hverjir Guðs sannleika hafa umsnúið í lygar og hafa meir dýrkað og þjónað skepnunni en skaparanum, hver lofaður sé um allar aldir. [ Amen. Fyrir hvað er Guð yfirgaf þá í skammsamlegum girndum. Því að konur þeirra hafa snúið náttúrlegri aðferð í ónáttúrlega. Slíkt hið sama hafa mennirnir yfirgefið eðlilega aðferð til konunnar og loguðu í sínum girndum hver til annars og hefur so maður með manni skömm framið og meðtekið so verðkaup síns villudóms (eftir því sem verðugt er) á sjálfum sér.
Og líka sem þeir hafa þess ei gætt það þeir skyldu af Guð kynning hafa so hefur Guð yfirgefið þá í fráleitt sinni að gjöra það hvað eigi var hægilegt, fullir upp alls ranglætis, frillulifnaðar, flátskapar, ágirndar, fjandskapar, fullir haturs, manndrápa, þrætu, svika, óheilinda, kvissamir, bakmálgir, Guðs forsmánarar, háðgjarnir, drambsamir, sjálfhælnir, prettvísir, foreldrum óhlýðugir, skilningslausir, óhaldinorðir, ástlausir, harðsvíraðir, ómiskunnsamir, hverjir Guðs réttlæti þa vita (að þeir séu dauða verðugir sem þvílíkt gjöra) nú gjöra þeir það ei aðeins heldur eru þeir einning þeim samsinnandi sem það gjöra.