Gyðingar, sem dæma aðra, munu ekki umflýja dóm Guðs, hvör án manngreinarálits dæmir sérhvörn eftir hans verkum. Þeir hrósa sér forgefins af Mósis lögmáli og umskurninni, þegar þeir ekki færa þau sér réttilega í nyt.

1Þar fyrir ertu óafsakanlegur, ó maður! hvör helst þú ert a), sem dæmir, því að með því þú annan b) dæmir, fordæmir þú sjálfan þig, þegar þú, sem dæmir, gjörir hið sama.2Vér vitum, að Guðs dómur er réttur yfir þeim, sem þvílíkt gjöra.3En þenkir þú það, ó maður! þú sem dæmir þá, er þvílíkt gjöra, og gjörir hið sama, að þú munir umflýja Guðs dóm?4Eða forsmáir þú ríkdóm hans gæsku, þolinmæði og langlundargeðs, og veistú ekki, að góðgirni Guðs leiðir þig til yfirbótar?5En með harðúð þinni og iðrunarlausu hjarta safnar þú þér sjálfum reiði á degi reiðinnar og opinberunar Guðs réttdæmis,6sá er sérhvörjum mun endurgjalda eftir hans verkum;7þeim sem með stöðugleika í góðu verki leita vegsemdar og heiðurs og ódauðlegleika, eilíft líf,8en hinum, sem mótþróanlegir eru, og ekki trúa sannleikanum, heldur hlýðnast ranglætinu c) bræði og reiði;9þjáning og þrenging (mun koma) yfir sérhvörs manns sál, er illt fremur, fyrst Gyðings, svo og hins gríska.10En vegsemd og heiður og friður (mun hlotnast) sérhvörjum er gott iðkar, fyrst Gyðingi svo og grískum;11því að ekki er manngreinarálit hjá Guði;12svo hvörjir sem án d) lögmáls syndguðu, munu og án lögmáls fellast, og þeir, sem undir lögmálinu syndguðu, munu eftir lögmálinu dæmast; —13því að ekki eru heyrendur lögmálsins réttlátir fyrir Guði, heldur munu gjörendur lögmálsins réttlætast;14því þegar heiðingjarnir, sem lögmálið ekki hafa, gjöra af náttúrunni, e) hvað lögmálinu er samkvæmt, þá eru þeir, þótt ekki hafi þeir lögmálið, sjálfum sér lög;15þar með sýna þeir, að innihald lögmálsins sé skrifað í þeirra hjörtum, hvað og með þeim sannar þeirra samviska og hugrenningar, er innbyrðis ýmist áklaga eða afsaka—16á þeim degi, þegar Guð mun dæma þær huldu (hugrenningar) mannanna, eftir minni náðarboðskaparkenningu, fyrir Jesúm Krist.
17Sjá! þú nefnir þig Gyðing, og þykist góður fyrir þig af lögmálinu, og f) hrósar þér af Guði,18og þú veist viljann (Guðs) og reynir hvað milli ber, uppfræddur af lögmálinu,19þú treystir þér til að vera leiðtogi blindra, ljós þeirra, sem eru í myrkri,20tyftunarmaður fávísra, lærimeistari barna, sem hafir form þekkingarinnar og sannleikans í lögmálinu;21þú þar fyrir, sem kennir öðrum, þú kennir ekki sjálfum þér! þú, sem prédikar, að ekki skuli stela, þú stelur!22þú, sem segir, að ekki skuli hórdóm drýgja, þú drýgir hór! þú, sem hefir andstyggð á skurðgoðum, þú rænir helgidómum!23þú, sem g) hrósar þér af lögmálinu, þú vanvirðir Guð með yfirtroðslu lögmálsins!24því að fyrir yðar skuld verður nafnið Guðs lastað meðal heiðingjanna, svo sem skrifað er.25Að sönnu er umskurn nytsamleg, ef þú breytir eftir lögmálinu, en ef þú ert lögmálsyfirtroðslumaður, þá er umskurnin þín orðin að yfirhúð;26þar fyrir ef a) yfirhúðin gætir réttinda lögmálsins, mun ekki yfirhúðin hans reiknuð verða fyrir umskurn?27Og sú náttúrlega yfirhúð, sem heldur lögmálið, mun dæma þig, sem þrátt fyrir bókstaf og umskurn ert lögmálsyfirtroðslumaður;28því að ekki er hann Gyðingur, sem er það opinberlega, ekki heldur það umskurn, sem er opinberlega á holdinu,29heldur hann, sem heimuglega er Gyðingur og umskurn hjartans í anda en ekki bókstaf, hvörrar lofstír ekki er af mönnum, heldur af Guði.

V. 1. a. Þó þú værir Gyðingur. b. Matt. 7,2. V. 4. 9,22. f. 2 Pét. 3,9.15. Spek. b. 12,10. V. 6. Sálm. 62,13. 1 Kor. 3,8. Job. 34,11. Jer. 17,20. 32,19. Matt. 16,27. 2 Kor. 5,10. V. 8. straff og hegning, 2 Tess. 1,8. V. 9. Kap. 3,9. V. 11. 1 Pét. 6,9. V. 12. c. Þ. e. Mósis lögmáls. V. 13. Jak. 1,22. Matt. 7,21. V. 14. d. Matt. 7,12. V. 16. Er með millisetning aðskilið frá 12 versinu. Préd. b. 12,14. 1 Kor. 4,5. 2 Kor. 5,10. Matt. 25,31. f. Post. gb. 17,31. Jóh. 5,22. f. V. 17. e. Kap. 5,11. V. 18. Fil. 1,10. V. 19. Matt. 15,14. V. 21. Sálm. 50,16. fl. Matt. 23,3. f. V. 23. f. Kap. 9,4. V. 24. Es. 52,5. 1 Tím. 6,1. 2 Sam. 12,14. Es. 36,20–23. V. 26. a. Sá óumskorni. V. 28. Jóh. 8,39. Róm. 9,7. f. V. 29. Gal. 6,15. 1 Pét. 3,4. 5 Mós. b. 10,16. 30,6. Jer. 4,4. Fil. 3,2.3. Kól. 2,11. 1 Kor. 4,5. 1 Tess. 2,4.