Bildad svarar.

1En Bildad af Súa svaraði og sagði:2herradæmi og ótti er hjá honum, sem býður frið frá hæðum!3Mun hans her verða talinn? yfir hvörjum upprennur ekki hans ljós?4Hvörnig getur maðurinn verið réttlátur fyrir Guði? og hvörnig sá hreinn sem er fæddur af kvinnu?5Líttu til tunglsins, jafnvel ei þar setur hann sína tjaldbúð; og stjörnurnar eru ekki hreinar fyrir hans augum.6Hvörsu miklu síður maðurinn, sá ormur, og mannsins barn, sá maðkur.