Jósia guðrækilega ríkisstjórn. (2 Kgb. 22,1. 23,30.)

1Jósia var átta ára gamall þá hann varð kóngur, og 31 ár ríkti hann í Jerúsalem.2Og hann gjörði það sem rétt var í augsýn Drottins, og gekk á vegum föður síns Davíðs og vék hvörki til hægri né vinstri.3Og á áttunda ári sinnar ríkisstjórnar meðan hann enn nú var unglingur byrjaði hann að leita Guðs, föður síns Davíðs; og á tólfta ári byrjaði hann að hreinsa Júda og Jerúsalem af hæðum og blótlundum og útskornum og steyptum bílætum.4Og þeir rifu niður fyrir hans augum Baals ölturu, og sólbílætin, sem á þeim stóðu, hjó hann burt, og lundana og þau útskornu og steyptu bílæti braut hann og sundurmolaði og dreifði (molunum) yfir grafir þeirra sem höfðu fært þeim fórnir.5Og prestanna beinum brenndi hann á þeirra ölturum, og hreinsaði þannig Júda og Jerúsalem.6Og í Manassis, Efraims og Símeons stöðum, og allt til Naftali leitaði hann í húsunum allt um kring.7Og hann reif niður ölturun og lundana, braut og sundurmolaði (goðin) goðabílætin, og öll sólbílætin hjó hann niður í öllu Ísraelslandi, og svo fór hann heim aftur til Jerúsalem.
8Og á átjánda ári sinnar ríkisstjórnar, eftir að hann hafði hreinsað landið og húsið (Drottins), sendi hann Safan Asalíuson, og Maeseja, borgmeistara, og Jóa, Jóahasson kansellera, til að endurbæta hús Drottins síns Guðs.9Og þeir komu til höfuðprestsins Hilkia, og þeim voru fengnir þeir peningar sem bornir höfðu verið í Drottins hús, sem Levítarnir, nl: dyraverðirnir, höfðu safnað af Manasse og Efraim og af öllum Ísraels eftirorðnu, og af öllum Júda og Benjamín, og af öllum Jerúsalems innbúum;10og þeir afhentu þeim þetta, sem fyrir verkinu stóðu, sem til þess voru settir í Drottins húsi, og þeir sem fyrir verkinu stóðu, gáfu það, til þess að setja í samt lag og endurbæta Drottins hús, þeim sem að verkinu unnu,11þeir gáfu það trésmiðunum og byggingarmönnunum, til að kaupa fyrir höggna steina og við til að (gjöra úr) samtengingarbjálka og bjálka í húsin sem Júdakóngar höfðu skemmt.12Og mennirnir stunduðu verkið ráðvandlega. Og yfir þá voru settir Levítarnir Jahat og Óbadía, af sonum Kahatíta, til umsjónar, og Levítarnir kunnu allir vel á hljóðfæri;13líka voru þeir yfir þeim sem aðfluttu, og umsjónarmenn yfir öllum sem fyrir verkinu stóðu, hvörju sem helst verki; og af Levítunum voru (teknir) skrifarar, forstöðumenn og dyraverðir.14En sem þeir tóku upp þá peninga sem bornir höfðu verið í Drottins hús, fann presturinn Hilkia lögbók Drottins, sem út var gefin af Móses.15Þá hóf Hilkia þannig (tal sitt) og mælti við Safan skrifara: lögbókina hefi eg fundið í húsi Drottins, og Hilkia fékk Safan bókina.16Og Safan færði konunginum bókina, og færði honum fregn og mælti: allt það sem þénurunum er trúað fyrir, það gjöra þeir.17Og þeir hafa útilátið þá peninga, sem fundust í Drottins húsi, og fengið þá þeim sem standa fyrir verkinu, og í hönd þeirra sem að verkinu vinna.18Og Safan, skrifari, sagði (ennfremur) við kónginn og mælti: Hilkia prestur hefir fengið mér bók, og Safan las í henni fyrir kónginum.
19Og það skeði, þá kóngur heyrði lögmálsins orð, að hann reif sín klæði.20Og konungur bauð þeim Hilkia og Ahíkam syni Safans og Abdon syni Mika; og Safan skrifar, og Asaja þénara kóngsins, og mælti:21farið nú og spyrjið Drottin fyrir mig og fyrir þá eftirorðnu í Ísrael og Júda um orð bókarinnar sem fundin er; því reiði Drottins er mikil sem yfir oss er úthellt, sakir þess vorir feður hafa ei gefið gaum Drottins orði, að breyta sem skrifað stendur í þessari bók.22Þá gekk Hilkia og þeir sem kóngur bauð, til Huldu, spákonu, ektakvinnu Sallums, sonar Takehats, sonar Hasrans, sem geymdi klæða. (En hún bjó í Jerúsalem, í öðrum parti (staðarins)) og þeir töluðu við hana á þennan hátt.
23Og hún sagði við þá: svo segir Drottinn Ísraels Guð: segið þeim manni, sem sendi yður til mín:24svo segir Drottinn: sjá! eg leiði ólukku yfir þennan stað og yfir hans innbúa, alla þá bölvun sem skrifuð stendur í bókinni sem lesin var fyrir Júdakonungi;25sakir þess þeir yfirgáfu mig og gjörðu reyk útlendum guðum, til að móðga mig með öllum verkum sinna handa, svo mun mín reiði bytna á þessum stað og ekki sjatna.26Og til Júdakóngs, sem sendi yður, til að spyrja Drottin, segið svo til hans: svo segir Drottinn Ísraels Guð: þau orð sem þú heyrðir.27Þar eð þitt hjarta komst við og auðmýkti sig fyrir Guði, þá þú heyrðir hans orð viðvíkjandi þessum stað og hans innbúum, og þar eð þú auðmýktir þig fyrir mér, og reifst þín klæði, og grést fyrir mér, svo hefi eg og heyrt, segir Drottinn.28Sjá! eg vil safna þér til þinna feðra, og þú skalt með friði komast í þína gröf, og þín augu skulu ekki sjá alla þá ólukku sem eg leiði yfir þennan stað og yfir hans innbúa. Og þeir færðu konunginum svarið.
29Þá sendi konungurinn og samansafnaði öllum þeim elstu í Júda og Jerúsalem.30Og konungurinn gekk í Drottins hús, og allir menn af Júda og Jerúsalems innbúar, og prestarnir og Levítarnir og allt fólkið, smáir og stórir, og hann las fyrir þeirra eyrum öll orð sáttmálsbókarinnar sem fundin var í Drottins húsi.31Og kóngurinn stóð á sínum stað, og gjörði sáttmála fyrir Drottni, að ganga eftir Drottni, að halda hans boðorð og tilskipanir og setninga af öllu sínu hjarta og með allri sinni sál, að breyta eftir sáttmálans orðum, sem skrifuð stóðu í þessari bók.32Og hann lét alla sem voru í Jerúsalem og Benjamín ganga í hinn sama (sáttmála); og það gjörðu Jerúsalems innbúar, eftir sáttmála Guðs, þeirra feðra Guðs.33Og Jósia afmáði alla viðurstyggð í öllum löndum, sem tilheyrði Ísraelssonum, og kom því til vegar, að allir sem voru í Ísrael, þjónuðu Drottni sínum Guði; svo lengi sem hann lifði, féllu þeir ei frá Drottni, Guði sinna feðra.