Kóngsbréfið.

1Á 4ða ári Tólomeus kóngs og Kleopötru, höfðu þeir Dositeus, (sem þóttist vera prestur af Levíætt) og hans son Tólomeus, þetta púrimsbréf, (meðferðis til Egyptalands) og sögðu, að Lysimakkus, sonur hins sama Tólomeus, hefði útlagð það í Jerúsalem a).
Sá mikli konungur Artaserkses heilsar þeim hundrað tuttugu og sjö lénsherrum, höfuðsmönnum landanna frá Indíalandi til Mórlands, og öllum sem oss vilja vel!2Margir, sem fyrir ofmikla gæsku sinna velgjörara, hafa komist til mikilla metorða, eru orðnir því ofmetnaðarfyllri, og leitast ei einasta við að gjöra skaða vorum þegnum og geta ekki þolað sitt lán, heldur smíða brögð móti eigin velgjörurum.3Og þeir gefa ei aðeins vanþakklætisdæmi meðal mannanna, heldur hefja sig upp með ofmetnaði, eins og þeir sem enga velgjörð hafa þegið, og ætla sér samt að umflýja hegnandi réttlæti þess alvalda Guðs.4Margsinnis hafa og margir af þeim sem valdið hafa í höndum, og hvörra skylda það er, að annast málefni vina sinna, talið þá á að gjöra sig seka með þeim í saklausu blóði, og steypt þeim í óbætanlega ógæfu, þar eð þeir hafa komið flatt upp á grunlausa velvild drottnandans, með lygafullri vonskunnar kænsku.5Séð geta menn þetta, ekki eins vel af þeim eldri sögum, sem vér höfum framlátið, sem af því, er þér hafið yður fyrir augum, ef athuga viljið þau óguðlega fullgjörðu áform fyrir drápgirni ómaklegra stjórnenda.6Vér hljótum því vel að gæta afleiðinganna, til þess að geta haldið ríkinu fyrir alla menn í óröskuðum friði,7í því vér gjörum tilbreytingar, og dæmum jafnan með mildi það, sem oss kemur fyrir sjónir.8Eins og að Haman Amadatsson, makedoniskur maður, sannarlega óviðkomandi Persablóði, og mjög fráleitur vorri gæsku, sem vér veittum vinsamlega móttöku, þá hann fékk að reyna þann mannkærleika er vér auðsýnum öllum þjóðum, svo algjörlega, að hann var kallaður vor faðir, og ávallt af öllum heiðraður, sem sá er gekk næst kónginum. En hann þoldi ekki upphefðina, og leitaðist við að ræna oss ríki og lífi,9og heimti með hrekkvísum brögðum líftjón vors frelsara og velgjörara Mardokeus og þeirrar óaðfinnanlegu drottningar Ester, samt þeirra gjörvalla fólks. Því á þennan hátt gjörði hann sér von um að geta yfirfallið oss, þegar þau voru frá oss tekin, og að koma Persaherradæmi til makedoniskra.10En vér finnum að þeir Gyðingar sem framseldir voru af þeim vitstola manni til eyðileggingar, eru saklausir, lifa eftir þeim réttvísustu lögum, og eru synir þess æðsta lifanda Guðs, sem hefir varðveitt oss og vorum forfeðrum ríkið í fegursta ásigkomulagi.11Þér gjörið nú vel að hlýða ekki því bréfi sem Haman Amadatsson sendi.12Því þann, er slíkt gjörði, er búið að hengja með allri hans ætt úti fyrir Súsans borgarhliði, því sá alvaldi Guð hefir snögglega goldið honum makleg laun.13En afskrift af þessu bréfi skuluð þér opinberlega uppfesta á öllum stöðum, og láta Gyðinga lifa eftir þeirra lögum,14og styrkja þá, að þeir geti hefnt sín á þeim, sem sýndu þeim fjandskap á neyðarinnar tíma, þann 13da í 12ta mánuði, adar, einmitt á þeim sama degi.15Þér skuluð og með yðar öðrum hátíðisdögum halda þennan dag helgan með allri glaðværð, svo hann sé nú og síðar meir, oss og öllum vel þenkjandi Persum til heilla, en hinum sem sitja á svikráðum við oss, ófaranna minnismerki.16En hvör sú borg, og hvört það land, án undantekningar, sem ei gjörir svo, skal með sverði og eldi grimmilega eyðilagt verða, og ei aðeins verða mönnum óaðgengilegt, heldur skal það gjörast alla tíma að viðbjóð dýrum og fuglum.

a. Í þeirri grísku Bibl. er þetta vers næst á undan vitran Mardókeus sem hér á eftir kemur, og þar finnst það og í þeirri dönsku og fleirum. Nokkrir láta það vera seinustu greinina.