Lofgjörð Drottins.

1Lofið Guð! Mín sál! lofa Drottin! eg vil lofa Drottin svo lengi sem eg lifi;2eg vil syngja mínum Guði sálma, svo lengi sem eg er til.3Reiðið yður ekki á höfðingja, ekki á mannabörn, hjá þeim er ekki hjálp.4Fari andinn úr þeim, verða þau aftur að jörðu; á sama degi hverfa þeirra dramblátu ráðagjörðir.5Sæll er sá hvörs hjálp Jakobs Guð er, hvörs von er til Drottins hans Guðs,6sem gjörði himininn, jörðina, hafið og allt sem í þeim er, sem heldur tryggð eilíflega,7sem útvegar rétt þeim undirþrykkta, gefur brauð þeim hungraða. Drottinn leysir þá bundnu,8Drottinn opnar augu hinna blindu, Drottinn uppreisir þá niðurbeygðu, Drottinn elskar þá ráðvöndu.9Drottinn verndar þá útlendu, föðurlausum og ekkjum hjálpar hann, en hann umturnar vegi hinna óguðlegu.10Drottinn mun stjórna eilíflega, þinn Guð, ó Síon! frá kyni til kyns (Halelúja) lofið Drottinn!