Bæn um Jerúsalems endurbyggingu.

1Bæn þess þjáða manns, sem djúpt beygður, úteys sínu kveini fyrir Drottni.2Drottinn! heyr mína bæn, og lát mína grátbeiðni koma fyrir þig.3Byrg ekki þitt auglit fyrir mér á neyðarinnar degi; hneig þitt eyra til mín, þá eg kalla! flýttu þér að bænheyra mig!4því mínir dagar eru horfnir sem reykur, og mín bein eru brunnin eins og kol.5Mitt hjarta er þjáð og þornað sem gras; því gleymi eg að eta mitt brauð.6Sakir míns kveins og andvarpa, loða beinin við mína húð.7Eg em líkur orðinn (fuglinum) pellikan á eyðimörku, eg er sem náttugla í auðninni.8Eg vaki (á nóttunni), og er sem einmana fugl á húsþekju.9Hvörn dag níða mig mínir óvinir. Og þeir sem æða gegn mér, sverja við mig, (eins og við eitthvað illt).10Því öskuna et eg sem brauð, og minn drykk blanda eg með tárum,11vegna þinnar styggðar og reiði; því þú upphófst mig og þú niðurfleygðir mér.12Mínir dagar eru sem útþaninn skuggi, og eg visna sem gras.13En þú, ó Drottinn! varir eilíflega og þitt nafn frá kyni til kyns.14Þú munt upprísa, þú munt miskunna þig yfir Síon; því tími er kominn að þú sýnir henni náð; stundin er komin.15Því þínir þénarar elska Síons steina, og þeir aumkvast yfir hennar ryk.16Þá munu þjóðirnar óttast Drottins nafn, og allir jarðarinnar kóngar þína dýrð;17Drottinn uppbyggir Síon og sýnir sig í sinni dýrð.18Hann snýr sínu augliti til bæna hinna yfirgefnu, og forsmáir ekki þeirra bæn.19Það verði skrásett fyrir niðjana, og það uppvaxandi fólk, lofi Drottin!20Því hann lítur niður frá hæð síns helgidóms, Drottinn lítur af himni til jarðar,21til að heyra kvein fangans til að leysa börn dauðans,22að þau megi kunngjöra í Síon Drottins nafn, og hans lof í Jerúsalem,23þegar fólkið safnast saman og ríkin, til að þjóna Drottni.24Hann örþreytti á leiðinni minn kraft, hann stytti mína daga.25Eg sagði: minn Guð! tak mig eigi burt mitt á mínum dögum. Þín ár vara eilíflega.26Jörðina festir þú forðum, og himnarnir eru þín handaverk,27þeir munu forganga, en þú viðvarir, þeir munu eldast sem fat; þú skiptir um þá sem fat, og þeir umskiptast.28En þú verður hinn sami, og þín ár fá engan enda.29Þinna þénara börn munu búa (í landinu), og þeirra kyn mun staðfestast fyrir þínu augliti.