Títus á að áminna um hlýðni við yfirvöld og til fleiri dyggða. Að forðast fánýtar spurningar og þráttanir. Niðurlag pistilsins.

1Áminn þá, að þeir séu höfðingjum og yfirvöldum undirgefnir, sýni þeim hlýðni, séu reiðubúnir til alls þess, sem gott er,2illmæli engum, séu ódeilugjarnir, vægir til við aðra, sýni alls konar hógværð við alla menn;3því vér vorum og svo forðum óskynsamir, óhlýðnir, gengum villir vega, þjónuðum girndum og margs lags munaðarlífi, lifðum í vonsku og öfund, vorum hatursverðir og hötuðum hvör annan.4En þegar gæska Guðs vors Frelsara og elska hans til mannanna, auglýsti sig,5þá gjörði hann oss hólpna, ekki vegna réttlætandi verka, sem vér hefðum gjört, heldur frelsaði hann oss af náð sinni með endurfæðingarlauginni og endurnýjungu heilags Anda,6hvörjum hann ríkuglega úthellti yfir oss fyrir Jesúm Krist vorn Frelsara,7svo að vér réttlættir fyrir hans náð, yrðum hluttakandi hins eftirvænta eilífa lífs.8Þetta er áreiðanlegur lærdómur; og þetta vil eg að þú staðfestir, svo að þeir, sem hafa trú sett til Guðs, láti sér umhugað að kappkosta góð verk. Þetta er mönnum gott og nytsamlegt.9En fávísleg spursmál og ættartölur, deilur og þrætur út af lögmálinu skaltú forðast, því þær eru óþarfar og hégómlegar.10Flokkadráttasaman mann skaltu forðast, eftir það að þú einu sinni eða tvisvar hefir áminnt hann;11með því þú veist að þvílíkur er frásnúinn, og gengur svo afvega, að hann er sjálfdæmdur.12Þegar eg sendi Artemas eða Tykkíkus til þín, þá kosta kapps um að koma til mín Nikópólis, því þar hefi eg ásett mér að hafa vetrarvist.13Lát þér annt um að veita Senusi lögvitringi og Appolló góðan fararbeina svo að þá ekkert bresti.14Vorir eiga og að læra að kappkosta góðgjörðir til að bæta úr nauðþurftum annarra, svo að þeir séu ekki ávaxtarlausir.15Allir, sem hjá mér eru, heilsa þér. Heilsa þú öllum trúuðum, sem elska oss. Náð sé með yður öllum!

V. 1. sbr. Róm. 13,1. 1 Pét. 2,13.14. V. 3. Kor. 6,11. Efes. 2,1.3. sbr. 4,17.18. 1 Pét. 4,3. V. 4. Kap. 2,11. V. 5. Róm. 3,24. Efes. 2,4. fl. þ. e. skírninni. sbr. Efes. 5,26. V. 6. Róm. 5,5. úthella yfir, þ. e. yfirgnæfanlega veita eða útbúa með. V. 7. Róm. 3,24. V. 12. Efes. 6,21.22. V. 13. Post. g. b. 18,24–28. sbr. 3 Jóh. v. 6. V. 14. þ. e. þeim, sem Páll postuli og hans lærisveinar höfðu kristnað á eyjunni Krít. nefnil. í góðum verkum.