Hrós spekinnar.

1Kallar spekin ekki? lætur ei viskan sína raust heyra?2Hún stendur á tindum þeirra háu fjalla, hjá vegunum, við húsin, og á krossgötum.3Hún kallar hátt við portin, við innganginn til staðarins, hvar menn ganga inn um dyrnar:4Við yður tala eg, þér menn! og mín raust hljómar til mannanna barna.5Þér heimskingjar! lærið hyggindi, þér fávísir! lærið framsýni.6Hlustið á, því skiljanlega hluti vil eg tala, og eg opna mínar varir til að tala einlægni.7Því sannleika mælir minn munnur, og óguðlegleiki er viðbjóður mínum vörum.8Hispurslaus eru öll orð míns munns; í þeim er ekkert aflagað eða rangsnúið.9Þau eru öll skiljanleg þeim hyggna, og ljós fyrir þá sem komnir eru til þekkingar.10Meðtakið minn lærdóm, og ekki silfur, og metið fróðleik meir en (einvala) besta gull,11því viskan er betri en perlur og allir dýrgripir jafnast ei við hana.
12Eg viska, bý hjá hyggninni, og hugsunarsama þekkingu finn eg.13Ótti Drottins er að hata illt, dramblæti, metnað og vonda vegi, og þann munn, sem talar rangsnúna hluti hata eg.14Hjá mér er ráðdeild og staðfesta, eg er vit og hyggni, og hefi styrkleika.15Kóngarnir eiga mér að þakka að þeir ríkja, furstarnir, að þeir niðurskipa réttinum,16stjórnendur að þeir drottna og höfðingjarnir, og allir dómarar á jörðunni.17Eg elska þá sem mig elska, og þeir finna mig sem leita.18Auður og heiður er hjá mér, álitleg velmegan og rausn.19Minn ávöxtur er betri en gull, en hið skírasta gull, og mín inntekt betri en útvalið silfur.20Eg geng á réttlætisins vegi, mitt á réttarins götu,21til að útvega þeim velmegan sem elska mig, og fylla þeirra forðabúr.
22Drottinn tilreiddi mig sem byrjun sinna vega, áður en hann byrjaði sitt verk.23Frá eilífð er eg smurð (sem drottning), frá byrjun, fyrri en jörðin var til.24Eg em fædd, þá undirdjúpin voru enn ekki, þá lindirnar, þungaðar af vatni, voru ekki til.25Áður en fjöllin voru niðurlátin, áður en hæðirnar urðu til, er eg fædd.26Guð hafði enn þá ekki skapað landið eða eyðimerkurnar, eða höfuð jarðarduftsins (manninn).27Þegar hann tilbjó himininn, var eg hjá honum, þegar hann sirklaði hring hafsins.28Þegar hann festi skýin uppi, þá hann gaf uppsprettum afgrunnsins, sinn vissa stað.29Þegar hann setti hafinu sín föstu takmörk, að vatnið ei fari yfir þess brún; þegar hann festi jarðarinnar grundvöll.30Þá var eg hjá honum sem hans fósturbarn, og eg var hans yndi dag hvörn, og lék mér ætíð fyrir hans augliti,31og nú leik eg á hans jarðarhring, og hefi minn fögnuð af mannanna börnum.
32Og nú börn, hlýðið mér! því sælir eru þeir sem gá að mínum vegum,33hlýðið á aðfindni og verðið hyggin, og sleppið henni ekki.34Sæll er sá maður sem heyrir mig, svo að hann daglega vakir við mínar dyr, og gefur gaum að mínum dyrastöfum.35Því hvör sem mig finnur sá finnur lífið, og fær Drottins velþóknan.36En hvör sem missir mín, sá meiðir sína sál, allir sem mig hata, elska dauðann.